25.01.2022 08:17

Slippurinn Akureyri næg verkefni framundan

                               Mikið um að vera i slippnum mynd þorgeir Baldursson 24 jan 2022

Hrafn Sveinbjarnarson kom í Slippinn fyrir rúmum tveimur vikum síðan en til stendur að aðstoða Kælismiðjuna Frost við niðurrif á frystikerfinu í skipinu,

smíða nýtt frystivélarrými, mála vinnsludekkið í skipinu ásamt öðrum minniháttar viðhaldsverkefnum.

Sveinbjörn Pálsson nýráðinn sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins Akureyri er ánægður með stöðu mála þessar vikurnar.

„Verkefnastaðan er góð en sökum stærðar okkar við höfum þó yfirleitt tök á því að bæta við okkur verkefnum, komi upp þannig aðstæður. Við erum byrjaðir að fá inn bókanir fyrir næsta ár enda erum við að upplifa að afhendingartími á öllum aðföngum er mun lengri áður og því er mjög mikilvægt að skipuleggja verkefnin vel og huga snemma að viðhaldsmálum komandi mánaða. Við hjá Slippnum höfum verið að undirbúa okkur fyrir að geta þjónustað viðskiptavini okkar sem best, bæði með aukinni verkþekkingu sem og útvegun aðfanga í gegnum tengslanet okkar innanlands sem og erlendis. Útgerðir uppsjávarskipa eru nú í óða önn að undirbúa stóra loðnuvertíð og erum við nú að aðstoða útgerðirnar við undirbúning skipa fyrir hana. Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir útgerðina sem og alla þá sem starfa við að þjónusta sjávarútveginn“ segir Sveinbjörn.

Í framleiðsludeild Slippsins er áfram unnið að nýsmíði í Frosta ÞH en einnig er unnið að ráðgjöf og smíði búnaðar fyrir innlenda aðila sem og erlenda sem vonandi verður hægt að segja frá seinna.

nýlega var birjað á að skipta um millidekk á Færeysku skipunum Rokur og Heykur 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is