26.01.2022 18:07

Rúmlega 60.000 tonn af loðnu til Síldarvinnslunnar

                                                   Skip Á seyðisfirði Mynd ómar Bogasson 24 jan 2022

                                        Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                           Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                        Norskir loðnubátar og 1661 Gullver Ns 12 Mynd ómar Bogasson  jan 2022

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samtals tekið á móti um 60.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust í desember.

Verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti 32.500 tonnum og hefur vinnsla gengið vel að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra. „Það hefur gengið vel að vinna og sérstaklega hafa tvær síðustu vikur verið góðar. Að jafnaði vinnum við um 1.100 tonn á sólarhring. Það mætti vera dálítið meiri veiði því við höfum þrisvar stoppað í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Annars líst okkur afskaplega vel á vertíðina,“ segir Eggert Ólafur.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, tekur undir með Eggert og segir að veiðin mætti vera meiri. „Vinnsla hjá okkur hefur gengið afar vel. Hráefnið er mjög gott og ferskt. Við höfum tekið á móti 27.000 tonnum frá því að loðnuveiðin hófst í desember og núna er grænlenska skipið Polar Ammasak að landa 1.750 tonnum. Framhaldið lítur vel út,“ segir Hafþór.

Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er búið að frysta 1.600 tonn af loðnu í fiskiðjuverinu á vertíðinni. „Við frystum einungis í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hefur gert það að verkum að hún hefur ekki verið heppilegt hráefni til frystingar. Ég geri hins vegar ráð fyrir að frysting hefjist af krafti um mánaðamótin og þá muni veiðast stór og átulaus loðna sem verður gott hráefni fyrir okkur,“ segir Jón Gunnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is