27.01.2022 13:55Langur en gjöfull brælutúr
Helga María AK endaði veiðar á Suðvesturmiðum eftir veiðar á Vestfjarðamiðum. Ágætur afli en erfið veður.Ísfisktogarinn Helga María AK endaði síðasta túr á Suðvesturmiðum en þangað var siglt í brjáluðu veðri frá Vestfjarðamiðum. Löngum túr er að ljúka hjá áhöfninni en siglt var frá Reykjavík fyrir rúmri viku. „Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið gott lengst af túrnum. Við hófum veiðar á Þverálshorni en færðum okkur svo yfir á Kögurgrunn. Uppistaðan í aflanum var þorskur en þessum afla lönduðum við á Ísafirði eftir að hafa leitað þar hafnar sl. föstudag. Þá var komin haugabræla og ekki um annað að ræða en að leita vars,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu, í viðtali við heimasíðu Brims. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is