6361 Milla ST 38 Hifð uppá bryggju i dag mynd Jón Páll Ásgersson 27 jan 2022
Í tilkynningunni segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi borist ábending um að bátur væri hugsanlega strandaður við Engey. „Í samráði við hafnsöguvaktina í Reykjavík og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra fór fram eftirgrennslan en engar upplýsingar voru í kerfum Landhelgisgæslunnar þess efnis að bátur hefði farið á sjó eða væri strandaður við Engey.“
Við athugun hafi komið í ljós að bátur væri við Engey og að einn væri um borð. Þegar Gróa Pétursdóttir mætti á staðinn fannst báturinn hins vegar mannlaus. „Landhelgisgæslan boðaði í kjölfarið til leitaraðgerða með þyrlu LHG og öllum tiltækum sjóbjörgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Leitin stendur nú yfir og engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.
Um klukkan tvö var tilkynnt að leit væri lokið og skipverjinn væri fundinn.
|