17.03.2022 17:00

Arnar HU 1 með góðan túr úr Barentshafi

                                                   2265 Arnar Hu 1 mynd þorgeir Baldursson 2021

Frystitogarinn Arnar HU1 er á leið til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó, þar af um 736 tonnum af þorski.

Aflaverðmæti er um 465 milljónir.

Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Við fórum af stað 9. febrúar. Við vorum á veiðum í Barentshafi, norður af Noregi. Veiðarnar voru svona upp og ofan og það verður landað 17.141 kassa.

Veðrið var ágætt miðað við veðrið á Íslandsmiðum undanfarna fimm vikur,“sagði Guðjón.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is