15.05.2022 17:24Gletta EA á Hauganesi
Gletta EA. Bátur þessi stendur nú fyrir framan veitingastaðinn Bakkalá á Hauganesi. Það litla sem um bátinn er vitað er að frá Húsavík kom hann hér í Eyjafjörðinn. Á Húsavík var báturinn í eigu Helga Jónssonar sem seldi hann Þórólfi Þorsteinssyni á Svalbarðseyri. Árni Ólason á Hauganesi keypti bátinn af Þórólfi og lét smíða á hann stýrishús sem staðsett var aftan miðju bátsins. Frá Árna fór báturinn til Halldórs Gunnarssonar, Hauganesi og frá Halldóri til Júlíusar Steingrímssonar, mjólkurbílstjóra. Á Dalvíkurárunum var báturinn kallaður "Ostur." eða "Osturinn." Júlíus smíðað nýtt stýrishús á bátinn úr trefjaplasti og valdi því stað framan miðju. Örn Viðar Einarsson, Hauganesi keypti bátinn frá Dalvík en næsti eigandi hans var Örn Traustason, Hauganesi. Flest öll bönd bátsins voru endurnýjuð er báturinn var í eigu Arnar Traustasonar. Núverandi eigandi bátsins er Elvar Reykjalín, Hauganesi og er hann nú að finna, árið 2022, framan við veitingastaðinn Bakkalá á staðnum. Þrátt fyrir mikla leit að þeim sem smíðaði bátinn þá hefur ekki tekist að finna hann. Sagnir herma þó að smiður þessi hafi smíðað annan bát nákvæmlega eins og úr sama efni. Hafa skal á bak við eyrað að þó að báturinn sé hér flokkaður með bátum smíðuðum á Eyjafjarðarsvæðinu þá kemur einnig til greina að svo hafi ekki verið en ætla má þó að norðanlands sé hann smíðaður. Viti einhver eitthvað meira um bát þennan þá eru upplýsingar vel þegnar. Heimildir. Fyrri eigendur. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 387 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 538 Gestir í gær: 59 Samtals flettingar: 997126 Samtals gestir: 48682 Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:58:07 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is