26.05.2022 20:21

Metdagur á Strandveiðum

                  Hermann Daðasson Skipstjóri á Hafþór EA19 með vænan þorsk mynd þorgeir Baldursson 

Mest­ur afli í maí­mánuði frá upp­hafi strand­veiða barst á land á mánu­dag þegar 320 tonn­um var landað á höfn­um hring­inn í kring­um landið. Gott veður var til sjó­sókn­ar víðast hvar og marg­ir voru fljót­ir að ná dags­skammt­in­um, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorskí­gildi.

Alls lönduðu 464 strand­veiðibát­ar afla í fyrra­dag og reru flest­ir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arn­arstapa að Súðavík, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Á mánu­dag var meðal­verð á óslægðum, hand­færa­veidd­um þorski á fisk­mörkuðum 399 krón­ur fyr­ir kíló og ufs­inn seld­ist á 220 krón­ur. Miðað við að all­ur afli hafi verið seld­ur í gegn­um fisk­markaði læt­ur nærri að afla­verðmætið hafi verið um 125 millj­ón­ir króna.

Eldra met fyr­ir maí var sett á mánu­dag í síðustu viku en þá var dagsafl­inn 308 tonn. Met á ein­um degi allt strand­veiðitíma­bilið stend­ur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam afl­inn 367 tonn­um.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019460
Samtals gestir: 49948
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22
www.mbl.is