Amma Sigga i hvalaskoðun á Skjálfandaflóa mynd þorgeir Baldursson
|
Amma Sigga á siglingu til hafnar mynd þorgeir Baldursson
|
Kjói i eigu Húsavik adventura mynd þorgeir Baldursson |
|
Enn hafa ekki verið útfærðar kröfur um að útgerðir RIB-báta séu látnar framkvæma áhættumöt á mismunandi aðstæðum sem fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar, þrátt fyrir að ráðuneyti samgöngumála hafi gefið fyrirheit þess efnis fyrir fjórum árum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vekur athygli á þessu í nýlegri atvikaskýrslu sinni.
Í skýrslunni er fjallað um atvik sem átti sér stað 6. semptember á síðasta ári um borð í bátnum Amma Sigga sem hvalskoðunarfyrirtækið Gentle Giants gerir út. Báturinn var á siglingu norðan við Lundey á Skjálfandaflóa. Ölduhæðin þennan dag var á Grímseyjarsundi 2 metrar og var sunnanvindur 4-5,5 metra á sekúndu.
Á meðan siglingunni stóð sigldi Amma Sigga fram af öldu og við það fékk farþegi, sem sat í fremstu sætaröð, högg undir sig og slasaðist á baki. Ferðin var kláruð með lágmarks hreyfingu á bátnum en við læknisskoðun kom í ljós að farþeginn var með samfallsbrot í hrygg.
Tíð slys á RIB-bátum
Nefndin ályktar ekki í málinu en vísar á fyrri niðurstöður sínar í sambærilegum slysum og bendir á að í kjölfar tveggja slysa hafi árið 2017 verið lagt til að gerðar verði úrbætur á regluverki. „Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.“
Umrætt ráðuneyti hafi hins vegar talið ekki fært að setja sérstakar reglur varðandi sæti þar sem bátarnir væru CE-merktir. Hinsvegar var ákveðið að móta kröfur um áhættumat sem myndi skilgreina aðstæður sem kalla á minni hraða. „Þetta hefur ekki verið gert,“ segir í skýrslunni að lokum.
|