21.06.2022 08:03

Skipin undirbúin fyrir makrílvertíð

Börkur NK í höfn í Skagen í Danmörku. Þar hefur .

                                                                                                     Börkur NK í höfn í Skagen. Ljósm. Grétar Örn Sigfinnsson

 

Að undanförnu hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á uppsjávarskipum Síldarvinnslunnar fyrir komandi makrílvertíð.

Barði NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í lok maí en þá hafði skipið verið í slipp á Akureyri frá lokum loðnuvertíðar. Meðal annars var aðalvél skipsins tekin upp og það heilmálað. Lítur Barði afar vel út og er hinn glæsilegasti. Eins og greint hefur verið frá mun áhöfn Bjarna Ólafssonar AK flytjast yfir á Barða.

Viðhaldi á Beiti NK hefur verið sinnt í Neskaupstað frá því að kolmunnaveiðum lauk. Bæði aðalvél og ljósavél skipsins voru yfirfarnar og ýmsum fleiri verkefnum hefur verið sinnt.

Börkur NK sigldi til Skagen í Danmörku að loknum kolmunnaveiðum og hefur verið þar í svonefndum ábyrgðarslipp. Í ábyrgðarslipp er farið yfir búnað skipsins þegar eitt ár er liðið frá því að smíði þess lauk í skipasmíðastöð Karstensens í Skagen. Nefna má að aðalvélar skipsins voru yfirfarnar og ýmsum minniháttar lagfæringum sinnt. Að sögn Grétars Arnar Sigfinnssonar, rekstrarstjóra útgerðar Síldarvinnslunnar, hefur vinnan við Börk gengið afar vel og er gert ráð fyrir að skipið sigli heim á leið um miðja vikuna.

Áformað er að skipin þrjú haldi til makrílveiða upp úr næstu helgi.

Af vef SVN 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1154
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060570
Samtals gestir: 50938
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06
www.mbl.is