24.06.2022 10:55Keyptu Samey á 538 milljónir
Fyrirtækið Samey Robotics var selt fyrir 538 milljónir króna á síðasta ári til Sjávarsýnar, fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, og UAB LVG Holding, sem er í eigu Kristjáns Karls Aðalsteinssonar og Litháans Vyganadas Srebalius. Kaupverðið er rúm áttföld EBITDA ársins 2020. Þetta kemur fram í ársreikningi Sameyjar Holding, nýs móðurfélags Sameyjar. Hlutafé Sameyjar Holding, sem er í jafnri eigu Sjávarsýnar og LVG, var aukið um 295 milljónir á síðasta ári. Félagið tók einnig langtímalán að fjárhæð 190,7 milljónir, þar af var tekið langtímalán frá tengdum aðila fyrir 14,9 milljónir. Samey Robotics, sem þróar og framleiðir raf- og sjálfvirknibúnað, var áður í 41% eigu Þorkels Jónssonar og 39% eigu Helgu Hauksdóttur. Auk þeirra fóru Jón Þór Ólafsson og Svava Gústafsdóttir með sitthvorn 10% hlut í fyrirtækinu. Hagnaðist um 53 milljónir í fyrraSamey Robotics, sem hét áður Samey sjálfvirknimiðstöð, hagnaðist um 53 milljónir á síðasta ári samanborið við 44 milljónir árið 2020. Tekjur félagsins jukust um 29,3% á milli ára og námu 916 milljónum króna á síðasta ári. Vegna aukins framleiðslukostnaðar dróst framlegð félagsins þó saman um 18% og nam 243 milljónum. Rekstrarkostnaður Sameyjar minnkaði hins vegar um þriðjung á milli ára og nam 150 milljónum samanborið við 228 milljónir árið áður. EBITDA-hagnaður félagsins jókst því úr 68 milljónum í 93 milljónir á milli ára. Eignir Sameyjar námu 521 milljón króna í lok síðasta árs samanborið við 295 milljónir árið áður. Skýrist það einkum af hækkun viðskiptakrafna úr 38 milljónum í 311 milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins nam 111 milljónum í lok síðasta árs samanborið við 149 milljónir í árslok 2020 en félagið greiddi móðurfélaginu 91 milljón í arð í fyrra. AF vef viðskiptablaðsins vb.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 30 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060480 Samtals gestir: 50933 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is