01.07.2022 09:07

KAPP blæs til sóknar erlendis

   
                             Básinn hjá Kapp á sjávarútvegssýningunni i Smáranum mynd þorgeir Baldursson 
 
 

Högg fyrir tæknifyrirtæki er Rússland lokaðist.

Frá undirritun samningsins á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í maí. Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, og Kent Damgaard, framkvæmdastjóri Karstensen Skibsvært. Mynd/aðsend.Ljósmynd: Aðsend mynd

Deila 

Verkefnastaða KAPP, sem framleiðir kælibúnað fyrir skip og landvinnslur, er með besta móti með tilliti til þess að Rússlandsmarkaður, sem var fyrirtækinu mikilvægur, hefur lokast. Nýlega gerði KAPP samning við Karstensens skipasmíðastöðina um smíði á kælibúnaði í þrjú skip sem eru í smíðum.

Eins og fleiri íslensk tæknifyrirtæki varð KAPP fyrir talsverðu höggi í kjölfar refsiaðgerða vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið var með samninga um afhendingu á kælibúnaði fyrir þrjú skip í Rússlandi og hafði framleitt allan búnaðinn þegar Rússland lokaðist. Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, segir að þarna hafi stór markaður gufað upp í einu vetfangi.

„Við vorum með samning um búnað í þrjú skip og vorum langt komnir í framleiðslu á þeim búnaði. Búnaðurinn var ekki kominn út til Rússlands og á endanum tókst okkur að koma honum til annarra kaupenda,“ segir Freyr.

Aukning hafði verið ár frá ári á framleiðslu KAPP inn á Rússlandsmarkað alveg frá árinu 2014. Á þessum tíma hafi mikið magn búnaðar verið seldur til rússneskra fyrirtækja og Freyr segir ljóst að sá tími er að renna upp að það þurfi að fara þjónusta þennan búnað. KAPP er ekki frekar en öðrum fyrirtækjum fært að sinna þeirri þjónustu. Þetta er því snúin staða og ekkert útlit fyrir að lausn sé í sjónmáli. Þetta sé ekki óskastaða. KAPP hafi unnið með mörgum rússneskum sjávarútvegsfyrirtækjum og góð tengsl hafi myndast.

Fyrirtækið hefur náð að snúa vörn í sókn og tilkynnti á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í maí samning um framleiðslu og uppsetningu á kælibúnaði fyrir þrjú uppsjávarskip sem danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft er að smíða. Hluti af þeim búnaði sem hafði verið framleiddur fyrir rússnesku kaupendurna fór til Karstensens skipasmíðastöðvarinnar. Stærsta skipið af þeim þremur sem um ræðir er Havsrup, 77 metra langt og 14 metrar á breidd. Hin tvö eru 70 og 69 metra löng og er verið að smíða þau fyrir útgerðir í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi.

Kælikerfi til Máritaníu

„Við náðum góðum samningi við Karstensens og okkar staða er því bara björt. Það skemmtilega við þetta eru líka þessi sterku tengsl Karstensens við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Það er talað um að Karstensens sé ein fremsta skipasmíðastöð í heiminum.“

Nýlega flutti KAPP í nýjar höfuðstöðvar í Kópavogi og rekur auk þess þjónustustöðvar í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Freyr segir ýmiss önnur verkefni framundan. KAPP seldi fyrir skemmstu kælikerfi alla leið til Máritaníu og var það í fyrsta sinn sem fyrirtækið á viðskipti þar um slóðir. Sá samningur var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Barcelona fyrr á árinu. Búnaðurinn fer í togara sem er á bolfiskveiðum í mjög hlýjum sjó út af vesturströnd Afríku. Freyr segir mikil tækifæri í þessum heimshluta fyrir vörur fyrirtækisins.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is