23.07.2022 10:20

Góður túr hjá Baldvin Njáls

                                     Baldvin Njálsson GK 400. á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2022

Af vef Aflafrétta 

Eftir smá byrjunarörðuleika með frystitogarann Baldvin Njálsson GK þá hefur þetta gengið betur og betur,

 

áhöfn togarans að læra betur á skipið og búnað þess.

 

Togarinn var að koma úr sínum allra stærsta túr núna um miðjan júlí,

 

Togarinn hafði verið á veiðum að mestu fyrir austan land og var Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á skipinu í þessum túr,

 

togarinn kom í land með fullfermi og ansi vel það.

 

því landað var úr skipinu alls 1400 tonnum .

 

var þetta eftir um 30 daga á veiðum og gerir það um 47 tonn á dag sem er nú feikilega mikill afli á dag

 

af þessu var ufsi 549 tonn.

 

ýsa 584 tonn og þorskur 221 tonn,

 

Aflaverðmætið var líka ansi gott eða  um 630 milljónir króna,

 

það gerir um 450 krónur á kíló,

 

 Kvótinn

Kvótinn í þennan risatúr kom að mestu frá Sigurfara GK og smávegis frá Sigga Bjarna GK,

 

Reyndar er ekki mikill kvóti eftir hjá Nesfisksflotanum eftir þennan risatúr.  

 

Pálína Þórunn GK á 3,4 tonn eftir,  

Siggi Bjarna GK 16,1 tonn,

Benni Sæm GK 8,6 tonn

og Sigurfari GK 1281 tonn, enn mestur kvótinn hefur verið geymdur á Sigurfara GK ,.

 

Allir þessir bátar hafa verið í löngu sumarstoppi, enn allir stoppuðu snemma í júní og fóru allir í 8 vikna stopp,

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is