19.08.2022 22:06

Selja dótturfélagi Sólborgu á 12,3 milljarða

                                                     3013 Sólborg RE 27 Mynd þorgeir Baldursson 18 ágúst 2022

Stjórn Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hef­ur ákveðið að selja frysti­tog­ar­ann Sól­borgu RE-27 ásamt allri afla­hlut­deild ÚR í mak­ríl, loðnu, veiðiheim­ild­ir í Bar­ents­hafi og 11,42% af afla­heim­ild­um í gullaxi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar seg­ir að kaup­and­inn sé óstofnað dótt­ur­fé­lag að fullu í eigu ÚR og að sölu­verðmætið sé 12,3 millj­arðar króna. Þá var bók­fært virði eign­anna 41,7 millj­ón­ir evra um síðustu ára­mót, jafn­v­irði um 5,8 millj­arða ís­lenskra króna, eða um 8,3% af eign­um ÚR eins og þær voru um síðustu ára­mót í sam­stæðuárs­reikn­ingi ÚR.

Áhöfn­inni sagt upp í sum­ar

Áætlan­ir ÚR gera ráð fyr­ir að skipið verið gert út í óbreyttri mynd í eigu hins óstofnaða fé­lags.

Fyrr í sum­ar var sagt frá því að allri áhöfn Sól­borg­ar hefði verið sagt upp og að til stæði að kaupa annað skip.

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að ekki sé til skoðunar nú að festa kaup á nýju skipi. „Þegar verið er að reka stórt fyr­ir­tæki er alltaf verið að skoða marga mögu­leika og sí­fellt þörf á að taka ákv­arðanir eft­ir breytt­um aðstæðum,“ seg­ir hann og kveðst ekki ætla að tjá sig öðru leiti.

Þegar til upp­sagn­anna kom í sum­ar hafði ÚR gert skipið út í minna en ár, en upp­haf­leg­ur til­gang­ur kaupa ÚR á Sól­borgu var sagður vera veiðar í Bar­ents­hafi. Lög­saga Rúss­lands lokaðist fyr­ir ís­lensk­um skip­um í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

Lokun lögsögu ástæða uppsagna?

Frétt af mbl.is

Lok­un lög­sögu ástæða upp­sagna?

Frétt­in var upp­færð kl 16:04 með svör­um Run­ólfs Viðars Guðmunds­son­ar.

heimild mbl.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is