19.09.2022 22:46

Stefán Viðar kveður Cuxhaven

     

                                                        Cuxhaven Nc 100 mynd þorgeir Baldursson 

Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að .

Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að halda á sjó en að það sé einnig gaman að sjá Ísland rísa úr sjó á heimleiðinni. Ljósmynd/Samherji

Stefán Viðar Þóris­son hef­ur lokið sín­um síðasta túr sem skip­stjóri á Cuxhaven NC-100. Hann er með 16 ára skip­stjórn­ar­reynslu að baki, þar af fimm á Cuxhaven. Stefán Viðar er þó hvergi hætt­ur, enda ung­ur maður­inn, og fær­ir sig yfir á frysti­tog­ar­ann Snæ­fell EA-310 sem sam­herji ger­ir út.

Cuxhaven er gert út af þýsku dótt­ur­fé­lagi Sam­herja, Deutsche Fischfang Uni­on, og landaði 670 tonn­um í Hafnar­f­irði í vik­unni eft­ir fimm­tíu sól­ar­hringa túr.

„Þessi síðasta veiðiferð á Cuxhaven gekk vel í alla staði, þótt veiðin hafi verið frek­ar dræm í rest­ina. Við vor­um í græn­lenskri lög­sögu, norðan við Dohrn­banka. Cuxhaven er frá­bært skip í alla staði og áhöfn­in er traust og góð, val­inn maður í hverju rúmi,“ seg­ir Stefán Viðar í færslu á vef Sam­herja.

„Ég fæ núna smá fríi, þar sem Pálmi verður skip­stjóri á Snæ­fell­inu og svo tek ég vænt­an­lega næsta túr. Mér líst vel á skipið og all­an aðbúnað um borð, þar sem topp­karl­ar eru í hverju plássi,“ seg­ir hann.

Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Deutsche Fis­hfang Uni­on, kvaddi Stefán Viðar í Hafn­ar­fjarðar­höfn og færði hon­um blóm­vönd í til­efni þess­ara tíma­móta. En Stefán Viðar kveðst kveðja Cuxhaven með söknuði en hlakka jafn­framt til að taka við nýj­um verk­efn­um á Íslandi.

Mik­il um­svif eru á hafn­ar­bakk­an­um þegar jafn stór skip og Cuxhaven koma til hafn­ar, út­skýr­ir hann. „Lönd­un­ar­gengi sjá um lönd­un og flutn­inga­fyr­ir­tæki þurfa að vera til­bú­in svo að segja strax og lagst er að bryggju. Oft­ar en ekki er óskað eft­ir þjón­ustu ým­issa fyr­ir­tækja vegna end­ur­bóta og viðhalds, það er því mikið um að vera þegar skip­in eru í landi. Þannig var þetta í Hafn­ar­fjarðar­höfn í vik­unni og þannig verður þetta þegar Snæ­fell kem­ur til lönd­un­ar í framtíðinni,“ seg­ir Stefán Viðar.

Cuxhaven við Grænland

                                                                                        Cuxhaven við Græn­land Ljós­mynd/?Sam­herji

Baldvin Þorsteinsson og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC .

Bald­vin Þor­steins­son og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC er sá síðast­nefndi lauk sín­um síðasta túr sem skip­stjóri á skip­inu. Ljós­mynd/?Sam­herji

Eins og fyrr seg­ir á Stefán Viðar, sem er 42 ára, nokk­urn fer­il að baki og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík með skip­stjórn­ar­rétt­indi vorið 2001. Á náms­ár­un­um var hann há­seti á Víði EA, en 2004 lá leiðin til Deutsche Fischfang Uni­on, Evr­ópu­út­gerðar Sam­herja. Fyrst sem stýri­maður á frysti­tog­ar­an­um Kiel NC og þar á eft­ir Wies­ba­den GDY, sem er syst­ur­skip Kiel.

Aðeins 26 ára gam­all varð Stefán Viðar skip­stjóri á Wies­ba­den og hef­ur hann síðan stýrt ýms­um skip­um Deutsche Fischfang Uni­on. Til þess að geta stýrt er­lend­um tog­ur­um aflaði Stefán Viðar sér skip­stjórn­ar­rétt­inda í Bretlandi og Þýskalandi, auk þeirra ís­lensku.

Cuxhaven vakti mikla at­hygli á sín­um tíma enda skipið vel búið á all­an hátt, bæði hvað varðar vél­búnað, vinnslu og aðbúnað áhafn­ar. Þótt Snæ­fellið sé eldra skip er það afar vel búið, þannig að í mín­um huga rík­ir bara til­hlökk­un vegna þessa næsta verk­efn­is hjá Sam­herja. Ég á því láni að fagna að eig­end­urn­ir hafa treyst mér fyr­ir stór­um verk­efn­um og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur. Þetta hef­ur verið far­sælt sam­band, traust á báða bóga,“ seg­ir Stefán Viðar í færsl­unni.

„Ég hef náð að skoða Snæ­fellið ágæt­lega og líst vel á þær breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á skip­inu á und­an­förn­um mánuðum. Þótt ég hafi verið í mín­um síðasta túr á stóru og öfl­ugi skipi, get­um við líka sagt að ég fari senn í minn fyrsta túr á stóru og öfl­ugu skipi og slík­ar breyt­ing­ar eru bara hressi­leg­ar. En fyrst er samt sem áður að halda heim til Reyðarfjarðar.“

 

Stefán var m.a. skipstjóri á Kiel NC.

                             Stefán var m.a. skip­stjóri á Kiel NC. Ljós­mynd/?Sam­herji

Skipstjórarnir Stefán Viðar og Pálmi Hjörleifsson um borð í Snæfelli

   skip­stjór­arn­ir Stefán Viðar og Pálmi Hjör­leifs­son um borð í Snæ­felli Ljós­mynd/?Sam­herji

Snæfell EA

Snæ­fell EA Ljós­mynd/?Sam­herji

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is