23.09.2022 23:55

Áhöfn Stefnis ÍS sagt upp

Útgerð skipsins hætt vegna kvótasamdráttar

Áhöfn Stefnis ÍS hefur verið sagt upp. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur sagt upp áhöfn Stefnis ÍS upp frá og með áramótum. Alls er 13 manns í áhöfn skipsins.

Í frétt frá HG segir að leitast verði við að útvega þeim sem missa vinnuna störf á öðrum skipum félagsins eins og kostur er.

Ástæða uppsagnanna er sú að ákveðið hefur verið að hætta útgerð Stefnis.

„Úthlutað aflamar í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum og dragast aflaheimildir HG hf. saman um 1.200 tonn við það.

Einnig hefur orðið verulega skerðing í úhlutuðu aflamarki í gullkarfa, sem hefur verið mikilvæg tegund í útgerð Stefnis.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis. Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast,“ segir í frétt HG.

Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261.

Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár og hefur útgerð skipsins gengið vel.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is