24.09.2022 21:19

Brim kaupir Sólborg RE og veiðiheimildir

                                                  3013 Sólborg RE 27 mynd þorgeir Baldursson 2022

Brim hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir.

Í Brims til Kauphallarinnar kemur fram að verðmæti eigna RE 27 séu 88.5 milljónir evra, eða sem nemur 12,4 milljörðum króna.

Skuldir RE 27 hjá viðskiptabanka nema 81.5 milljónum evra og mun Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins er því 7 milljónir evra, eða rúmur milljarður króna, sem verða greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið er að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Fram kemur að verðmæti kvóta í viðskiptunum miðist við markaðsverð í dag og óháð mat skipasala á Sólborgu RE.

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) er stærsti hluthafi Brims með 43.97% hlut. Eigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson sem er jafnframt forstjóri Brims.

„Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum,“ segir í tilkynningunni.

Aflahlutdeild Brims upp í 11,82%

Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag.

Aflahlutdeild Brims fer úr 11,56% í 11,82% af heildarþorskígildistonnum við viðskiptin. Tekið er þó fram að aflaheimildir í loðnu séu ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum

Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11..

„Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is