26.09.2022 22:16

BARÐI LANDAR KOLMUNNA

Barði NK hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað sl. föstudag. Vegna veðurs kom hann inn í fyrrinótt með 750 tonn. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið.„Við veiddum norðarlega í Rósagarðinum. Við vorum komnir í fisk á Hvalbakshallinu og það var töluvert að sjá. Við tókum einungis tvö hol. Í fyrra holinu var dregið í þrjá tíma og aflinn var 250 tonn. Í síðara holinu drógum við í níu tíma og þá fengust rétt tæp 500 tonn. Aflinn var tekinn á 240 – 300 metra dýpi. Það var einungis dregið í myrkrinu vegna þess að fiskurinn dreifir sér þegar birtir. Fiskurinn er töluvert blandaður en ég held að þetta sé alveg fínasta hráefni fyrir vinnsluna. Við munum landa aflanum í fyrramálið og síðan verður haldið rakleiðis út á ný enda á þá veðurofsinn að vera algjörlega genginn niður. Mér líst afskaplega vel á þessa byrjun og það virtist vera fiskur þarna á stóru svæði. Ég er ekki frá því að þarna sé meira að sjá en þegar við hófum þarna veiðar í byrjun október í fyrra,“ segir Þorkell.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is