01.10.2022 05:45

Nýr Þór björgunnarskip til Eyja I dag

                          3023 Þór björgunnarskip landsbjargar i vestmannaeyjum mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                     3023 Þór i Reykjavikurhöfn mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                  3023 Þór leggur af stað i siglingu til Vestmannaeyja mynd Eirikur Sigurðsson 

Nýtt björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag en form­leg af­hend­ing skips­ins verður í heima­höfn þess í Vest­mann­eyj­um laug­ar­dag­inn 1. októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­björgu. Þar seg­ir að skipið mun fá nafnið Þór.

Um er að ræða fyrsta skipið af þrem­ur sem Lands­björg hef­ur gengið frá kaup­um á. Þetta er fyrsti liður í stærra verk­efni er snýr að end­ur­nýj­un allra 13 björg­un­ar­skipa fé­lags­ins og er áætlað að með nýj­um skip­um stytt­ist viðbragðstími Lands­bjarg­ar á sjó allt að helm­ing.

Sjóvá hef­ur veitt 142,5 millj­óna króna styrk vegna smíði fyrstu þriggja björg­un­ar­skip­anna.

„Smíði nýju skip­anna er stærsta fjár­fest­ing sem Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg hef­ur ráðist í frá upp­hafi. Svona veg­leg­ur styrk­ur frá Sjóvá er afrakst­ur ára­tuga trausts sam­starfs, og ger­ir okk­ur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skip­anna,“ seg­ir Kristján Þór Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

„Við vilj­um þakka Sjóvá fyr­ir þetta rausn­ar­lega fram­lag. Það kom inn í verk­efnið á afar mik­il­væg­um tíma­punkti og gerði það að verk­um að við gát­um hafið smíði á fyrsta skip­inu. Við erum þakk­lát fyr­ir traustið sem Sjóvá sýndi okk­ur með því að leggja svo mikið fram þegar skip­in voru aðeins teikn­ing­ar á blaði,“ seg­ir Kristján.

Hvert á 285 millj­ón­ir

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hvert hinna þriggja skipa kost­ar um 285 millj­ón­ir króna og var með sam­komu­lag –i sem gert var í janú­ar 2021 milli rík­is og Lands­bjarg­ar – tryggð allt að helm­ings fjár­mögn­un þess­ara skipa. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg hafði safnað í ný­smíðasjóð í nokk­urn tíma sem tryggði enn frek­ar getu fé­lags­ins til að ráðast í þetta verk­efni.

„Með nýj­um björg­un­ar­skip­um verður bylt­ing í viðbragðstíma og aðbúnaði fyr­ir áhafn­ir og skjól­stæðinga. Skip­in skipta miklu máli fyr­ir ör­yggi sjófar­enda í kring­um landið og eru einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björg­un­ar­verk­efni á landi, s.s. með því að tryggja fjar­skipti á fá­förn­um stöðum ef þörf kref­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

„Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að geta stutt Lands­björg í þessu stóra og mik­il­væga verk­efni. Það er mikið gleðiefni fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fá ný björg­un­ar­skip sem munu gjör­bylta ör­yggi sjófar­enda á haf­inu í kring­um landið og þjón­usta byggðir þess um leið," seg­ir Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjóvá.

Næsta skip til Siglu­fjarðar

Nýju björg­un­ar­skip­in þrjú eru smíðuð hjá KewaTec í Finn­landi. Áætluð af­hend­ing á öðru skip­inu er fyr­ir árs­lok 2022 á Sigluf­irði. Smíði á þriðja skip­inu hefst síðan í janú­ar 2023 og af­hend­ing á því verður eft­ir mitt það ár.

Áfram er unnið að fjár­mögn­un tíu björg­un­ar­skipa til viðbót­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is