Áhafnir og makar skipanna ásamt stjórnendum Samherja Hf ganga um borð i flugvél sem að flytur þau til Gdansk á Árshátið Fyrirtækisins mynd þorgeir Baldursson
|
Björn Már Björnsson og frú voru spennt að komast á Árshátiðina myn þorgeir Baldursson
|
Leiguvel Niceair i flugtaki i morgun með tæplega 200 farþega á leið á Árshátiðina i Póllandi mynd þorgeir Baldursson 12 okt 2022
af mbl.is
myndir Þorgeir Baldursson
|
|
Það var líf og fjör á flugvellinum á Akureyri í morgun þegar starfsmenn Samherja voru þar samankomnir til þess að fljúga til Gdansk í Póllandi en fyrirtækið heldur árshátíð sína þar í landi um komandi helgi. Alls munu þúsund manns mæta á árshátíðina.
Fyrsta vélin flaug út frá Akureyri klukkan 10 50 í morgun. Síðdegis í dag fer önnur og á morgun fer sú þriðja í loftið. Ein vél fer svo frá Keflavík.
Samkvæmt heimildum Smartlands eru mikil veisluhöld fram undan um helgina í Póllandi og verður flogið út með íslenska skemmtikrafta til að skemmta mannskapnum.
Veisluhöldin ættu ekki að setja stórt strik í reikningana hjá Samherja sem á síðasta ári hagnaðist um 5,5 milljarða króna eftir skatta. Hagnaður samstæðu Samherja, en þar undir er meðal annars Síldarvinnslan hf., nam svo 17,8 milljörðum króna.
|