19.10.2022 20:16

Sæborg ÞH i vetrargeymslu i sandgerðisbót

                         1475   Sæborgin siglir inni sandgerðisbótina mynd þorgeir Baldursson 19 okt 2022

                                    1475 Sæborg ÞH bakkað uppi krikann  mynd  þorgeir Baldursson 

                       Hörður Sigurbjarnar og Viðir Benidiktsson setja upp frambandið mynd þorgeir Baldursson 

                                              Kátir kappar mynd þorgeir Baldursson 19 okt 2022

                                                         Kátir kappar við Sæborgina mynd þorgeir Baldursson 

Sæborg kominn i vetrargeymslu i Sandgerðisbótina á Akureyri og það var Húsvikingurinn Aðalsteinn Júliusson sem að sigldi henni til Akureyrar

og Hörður Sigurbjarnar tók á móti endanum ásamt fleirum 

af vef skipamynda.com 

Sæborg ÞH 55 var smíðuð fyrir Húsvíkinga á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977.

Í Tímanum 4. mars 1977 sagði svo frá:

Síðastliðinn laugardag afhenti bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri nýjan eikarbát 40 lestir að stærð og hlaut hann nafnið Sæborg ÞH-55. Báturinn var smíðaður fyrir Húsvíkingana Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein og Óskar.

Sæborg er búin öllum fullkomnustu tækjum m.a. til neta- nóta- línu- og togveiða. Sæborg hefur þegar hafið veiðar og reynist vel.

Bátinn teiknaði Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari. Sæborg er tíundi báturinn, sem bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta smíðar og jafnframt þeirra stærstur. Á bátaverkstæðinu eru sex fastráðnir starfsmenn auk fleiri sem vinna þar öðru hverju.

Að sögn forráðamanna bátaverkstæðisins er nú ekkert nýsmíðaverkefni framundan hjá þeim við bátasmíðarnar, þannig að óvist er hvað við tekur hjá fyrirtækinu.

Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem báturinn fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37.

Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55.

Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga.

Vorið 2016 kaupir Norðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is