30.10.2022 21:45

Sigldu jafn langt og til Tenerife og til baka

                                             2861 Breki ve 61 mynd þorgeir Baldursson 2021

Breki VE hélt til Vest­manna­eyja í síðustu viku að lok­inni þátt­töku í haustr­alli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Breki VE hafði þá lagt að baki 528 klukku­stunda sigl­ingu og 3.300 sjó­míl­ur, en haustr­allið hófst 30. sept­em­ber.

Haf­rann­sókna­stofn­un tók skipið á leigu annað árið í röð vegna haustr­alls­ins, að því er fram kem­ur í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar sem ger­ir skipið út. Þar seg­ir jafn­framt að veiðarfær­um og áhöfn hafi verið skilað í land í Hafnar­f­irði, en fjór­ir urðu eft­ir um borð til að sigla skip­inu til heima­hafn­ar.

Þvers og kruss

„Við sigld­um þvers og kruss, fram og til baka, út og suður, í fisk­veiðilög­sög­unni hring­inn í kring­um landið. Þess­ar 3.300 sjó­míl­ur svara til sigl­ing­ar frá Vest­manna­eyj­um til Miami á Flórída eða frá Eyj­um til Teneri­fe og aft­ur til baka! Við hefðum svo sem þegið ögn af sól og blíðu sem gjarn­an rík­ir á Teneri­fe og í Flórída en vor­um ekki sól­ar­meg­in í líf­inu í þetta sinn held­ur í leiðinda­veðri stór­an hluta tím­ans,“ seg­ir Magnús Rík­arðsson, skip­stjóri á Breka, í færsl­unni.

„Við toguðum á 155 fyr­ir­fram ákveðnum stöðvum á djúp­slóð í lög­sög­unni. Stund­um á hátt í þúsund metra dýpi sem svar­ar til meira en þre­faldr­ar hæðar Heimakletts okk­ar Eyja­manna. Afl­inn var sam­tals um 50 tonn sem landað var á Eskif­irði, Dal­vík og í Hafnar­f­irði,“ seg­ir hann.

Leið Breka umhverfis Ísland á haustralli 2022.

Leið Breka um­hverf­is Ísland á haustr­alli 2022. Mynd/?VSV

„Magnús skip­stjóri er hundrað pró­senta maður“

„Breki er frá­bært skip og áhöfn­in sömu­leiðis. Magnús skip­stjóri er hundrað pró­senta maður, vand­virk­ur, ná­kvæm­ur og legg­ur sig fram um að skila verk­efn­inu eins vel og fram­ast er unnt. Fyr­ir okk­ur starfs­menn Hafró er gulls í gildi að vinna með fólki sem er um­hugað um að skila góðu verki,“ er haft eft­ir Klöru Björgu Jak­obs­dótt­ur, líf­fræðingi, í færsl­unni.

Klara Björg var verk­efn­is­stjóri haustr­alls­ins að þessu sinni og leiðang­urs­stjóri um borð í Breka í fyrri hluta ralls­ins, en líf­fræðing­ur­inn Hlyn­ur Pét­urs­son var leiðang­urs­stjóri í síðari hlut­an­um.

„Við fór­um eins að nú og í fyrra, sleppt­um stöðvum þar sem dýpi er yfir þúsund metr­um og tök­um þær með rann­sókn­ar­skip­inu Árna Friðriks­syni. Árni er eina skipið í ís­lenska flot­an­um sem ræður til dæm­is við að toga á allt að 1.300 metra dýpi vest­ur af land­inu til að afla upp­lýs­inga um djúp­sjáv­ar­teg­und­ir, einkum grá­lúðu og karfa. Breki ræður við að toga á upp und­ir þúsund metra dýpi og með því að nota Árna Friðriks­son á dýpri stöðvum bless­ast rallið í heild­ina tekið,“ seg­ir Klara.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is