08.11.2022 23:19

Kristján Þórarinsson Fagstjóri fiskimála hjá Brim.HF

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Þórarinssonar í starf fagstjóra fiskimála hjá Brimi hf.

Kristján er stofnvistfræðingur og hefur áratugareynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Með ráðningu Kristjáns er verið að styrkja þekkingu Brims á þessu sviði. Kristján mun koma að margþættum verkefnum sem félagið vinnur að á hverjum tíma, þar á meðal að meta stöðu hafrannsókna einstakra fiskistofna.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:

"Það er ánægjulegt að fá Kristján í góðan hóp starfsmanna og ég býð hann velkominn til starfa. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi síðastliðin þrjátíu ár og hefur mikla reynslu og þekkingu af samstarfi milli ólíkra aðila sem koma að umræðu bæði innanlands og erlendis um sjávarútvegsmál."

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1511
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 13378
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 1616389
Samtals gestir: 61083
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 07:31:02
www.mbl.is