08.12.2022 00:14

Mokveiði hjá linubátum Loðnuvinnslunnar

Sandfell og Hafrafell mokfiska

Sandfell SU fiskaði 315 tonn í 22 róðrum.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Þeir hafa verið að gera það gott línubátarnir hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Nóvembermánuður var þeim mjög gjöfull. Þannig fór afli Sandfells í 315 tonn í 22 róðrum sem gerir rúmlega 14 tonna meðalafla í róðri. Mesti afli í einum róðri var 25,1 tonn. Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir að mjög sjaldgæft sé að bátar í þessum flokki nái yfir 300 tonna afla á einum mánuði.

 

Hafrafell SU var smíðaður á Akureyri 2016 og hét áður Hulda GK.

Hafrafell SU var smíðaður á Akureyri 2016 og hét áður Hulda GK.
© Þorgeir Baldursson (.)

Gangurinn var ekki síður góður hjá Hafrafelli sem skilaði á land 287 tonnum úr 23 róðrum. Mesti afli Hafrafells í einum róðri var 24,6 tonn. Bátarnir eru gerðir út af Hjálmum ehf. og Háuöxl ehf., dótturfélögum Loðnuvinnslunnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is