21.02.2024 15:20Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára leguErnir seldur til Ómans eftir tveggja ára leguUppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár en virðist nú vera selt til Ómans. mbl.is/Gunnlaugur Uppsjávarskipið Ernir sem hefur legið við bryggju í Kópavogshöfn undanfarin rúm tvö ár virðist loks hafa fengið nýja eigendur samkvæmt upplýsingum 200 mílna. Málað hefur verið yfir nafn skipsins og þar stendur nú Al Nasr og það merkt PSQ en það er skammstöfun Sultan Qaboos-hafnar sem er stærsta höfnin í Múskat, höfuðborg Ómans. Að því sem 200 mílur komast næst hefur skipið verið í eigu félags Jakobs Valgeirs Flosasonar og til sölu um nokkurt skeið. Ernir (nú Al Nasr) hefur verið frá árinu 2020 skráð í Belís þar til nú. Skipið á sér þó langa útgerðarsögu meðal annars á Íslandi, eins og 200 mílur sögðu frá árið 2022. Frétt af mbl.isGamall Vestmanneyingur vekur athygli í KópavogiÍ umfjölluninni frá febrúar 2022 segir: „Ernir var smíðaður 1987 í Bergen í Noregi fyrir norska útgerð. Þá var skipið 58,9 metra að lengd, 12,6 metra að breidd og 1.900 brúttótonn og bar um langt skeið nafnið Hardhaus. Árið 2004 festi Þorbjörn Fiskanes hf. (síðar Þorbjörn hf.) í Grindavík kaup á skipinu í gegnum dótturfélag sitt Ólaf hf. og fékk skipið þá nafnið Grindvíkingur GK. Ekki gerðu Grindvíkingar skipið út lengi þar sem aflaheimildir reyndust ekki vera nægar til þess að standa undir rekstri skipsins. Rétt einum og hálfum mánuði eftir að Þorbjörn Fiskanes hf. keypti skipið var það selt Ísfélagi Vestmannaeyja hf. með tilheyrandi aflaheimildum í íslenskri sumargotssíld, norsk-íslenskri síld og loðnu. Fékk þá skipið nafnið Guðmundur VE.“ Ernir heitir nú Al Nasr og er skipið skráð í Óman. Ljósmynd/?Stefán O. Stefánsson Til Vestmannaeyja og Grænlands„Eftir aðeins tveggja ára þjónustu fyrir Ísfélagið var Guðmundur VE í mars 2006 sendur til skipasmíðastöðvar í Póllandi þar sem átti að framkvæma umtalsverðar breytingar. Þar kviknaði eldur í frystilest skipsins og urðu töluverðar skemmdir á vinnsludekkinu. Eftir 10 mánaða veru í Póllandi snéri Guðmundur aftur til Íslands en þá hafði skipið verið lengt um 12,5 metra og með nýjan búnað um borð. Október 2013 var Guðmundur seldur til Grænlands þar sem Royal Greenland gerði skipið út en undir nafninu Tasiilaq. Tasiilaq átti eftir að koma oft til Íslands á þeim tæpu sjö árum sem skipið sigldi undir grænlenskum fána. Þann 15. júní 2020 seldi hins vegar Royal Greenland skipið og fékk það nafnið Ernir og varð skráð í Belís. Royal Greenland festi kaup á Christian í Grótinum frá Færeyjum sem leysti Tasiilaq (Erni) af hólmi en færeyska skipið fékk við það nafn fyrirrennara síns, Tasiilaq.“ Ernir hefur nú, sem fyrr segir, fengið nafnið Al Nasr og mun vera gert út frá Óman. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is