22.02.2024 22:35

Þorskurinn fyrir austan troðfullur af loðnu

Isfisktogarinn Gullver NS landaði 85 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði í gær. Aflinn var nánast eingöngu ýsa og þorskur. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri sagði að veiðin hefði verið misjöfn en veður ágætt.

„Við vorum mest í Hvalbakshallinu og á Hvalbaksgrunni. Þetta gekk heldur brösuglega framan af en úr þessu rættist í restina. Við fengum mjög gott skot í lok túrsins. Fiskurinn sem þarna fékkst er mjög góður og ætti að henta vel fyrir vinnsluna. Þorskurinn í Hvalbakshallinu var fullur af loðnu en við urðum hins vegar ekki varir við neinar loðnutorfur. Líklega er loðnan mjög dreifð á þessu svæði,“ sagði Hjálmar Ólafur.

Gullver hélt til veiða á ný að lokinni löndun í gær.

                 1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is