25.02.2024 17:47

Baldvin Njálsson "Besti stóri togarinn 2022"

 

Baird Maritime, eitt af leiðandi tímaritum um skipasmíðar í heiminum, valdi Baldvin Njálsson GK „Besta stóra togarann árið 2022“ og segir hann „hreinræktað fiskveiðitæki“. Spennandi sé að sjá slík skip smíðuð eftir langa eyðimerkurgöngu í þeim efnum.

Í umfjölluninni segir að skipið sé hannað af hinu þekkta íslenska skipahönnunartæki Skipasýn fyrir Nesfisk í Garði. Hönnun og smíði skipsins taki mið af öruggri og skilvirkri notkun þess í ólgusjó Norður-Atlantshafsins. Þetta sé verksmiðjutogari með öllum þeim búnaði sem til þurfi.

Í umfjölluninni er rætt við Sævar Birgisson, framkvæmdastjóra Skipasýnar, sem segir skipið eitt hið eyðslugrennsta miðað við stærð, sem þakka megi skrokklaginu og skrúfu sem er fimm metrar í ummál. Skipið var smíðað hjá Armon-skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Þar stendur nú yfir smíði á tveimur öðrum skipum sem Skipasýn hefur hannað; annars vegar á 58 metra löngum togara Þorbjarnar í Grindavík, Huldu Björnsdóttur GK, og hins vegar hafrannsóknaskipinu Þórunni Þórðardóttur HF, sem áætlað er að verði afhent seinna á þessu ári.

Í umfjölluninni er vikið að því að með samrunaferli hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stækkað. „Við sjáum að floti fiskiskipa af millistærð hefur dregist saman á sama tíma og endurnýjunin er hraðari í stórum fiskiskipum og smábátaflotanum,“ segir Sævar.

„Með framförum í afkastagetu, veiðarfæra- og tæknibúnaði er ekki þörf fyrir jafnmörg skip og þessi þróun gæti orðið til þess að fiskiskipaflotinn verði ekki nema þriðjungur af því sem hann er nú,“ segir Sævar. Sjá má nánar umfjöllun Baird Maritime á www.bairdmaritime.com

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is