26.02.2024 08:10

VILJA HEFJA GRÁSLEPPUVEIÐAR 1. MARS

                  Grásleppunetin klár mynd þorgeir Baldursson 

LS hefur sent Matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 verði 1. mars. Þetta kemur fram á vef LS. Þar er birtur kafli úr bréfinu til ráðuneytisins og bent á að markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku hafi farið vaxandi. Hann sé þó takmarkaður frá áramótum og fram að páskum.

„MEGIN ÁSTÆÐA BEIÐNINNAR ER AÐ Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HEFUR MARKAÐUR FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN Í DANMÖRKU FARIÐ VAXANDI.  SAMFARA HEFUR ÚTFLUTNINGUR HÉÐAN AUKIST JAFNT OG ÞÉTT OG SKILAÐ GÓÐU VERÐI TIL SJÓMANNA OG ÚTFLYTJENDA.  MARKAÐURINN ER ÞÓ ENN TAKMARKAÐUR VIÐ TÍMANN FRÁ ÁRAMÓTUM OG FRAM AÐ PÁSKUM.  ÞAR SEM PÁSKAR ERU MJÖG SNEMMA Í ÁR, PÁSKADAGUR 31. MARS,  ER HÆTT VIÐ AÐ ÍSLENSKIR SJÓMENN GETI EKKI NÝTT SÉR EÐA ANNAÐ MARKAÐ FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN HEFJIST VERTÍÐIN 20. MARS.  AUK HROGNA FRÁ ÍSLANDI SELJA DANSKIR OG SÆNSKIR SJÓMENN HROGN SÍN INN Á ÞENNAN MARKAÐ.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is