Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði
Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni mbl.is/Þorgeir
Setja bókamerki
Tengdar fréttir
» Fleiri tengdar fréttir
Það voru þeir Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir sem lönduðu fyrstu grásleppunni í Eyjafirði þessa vertíð. Komu þeir til hafnar í gær á Dalborginni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.
Auk gráslepu fékkst í grásleppunetið 131 kíló af þorski, 13 kíló af rauðmaga, 7 kíló af skarkola og 2 kíló af steinbít, samkvæmt skráningu Fiskistofu. Að lokinni löndun var aflinn seldur á Fiskmarkaði Norðurlands.
Vertíðin hófst föstudaginn 1. mars en það er óvenju snemma. Viku fyrir start var tilkynnt að upphfasdegi veiða yrði flýtt um tæplega þrjár vikur.
Dalborg EA 317 mbl.is/Þ?orgeir
Baldur og Snorri hífa fyrsta karið í Dalvíkurhöfn. mbl.is/Þ?orgeir