05.03.2024 18:37

Toghlerar fá styrkingu

                                                   3035 Hoffell su 80 mynd þorgeir Baldurssson 18-12 2023

Toghlerar fá styrkingu

04.03.2024

“Stál og suða er merkið mitt“ gætu strákarnir á vélaverkstæði Loðnuvinnslunnar hafa sungið á hlaupársdag þegar þeir fengu inn á gólf til sín ærið verkefni. Verkefnið fólst í því að styrkja toghlerana af Hoffelli Su 80. Toghlerarnir er tveir og hvor um sig vegur fjögur tonn og eru þeir líka býsna stórir um sig.

Ingimar Óskarsson er verkstjóri á vélaverkstæðinu og sagði hann að verkefnið hefði ekki alveg verið hefðbundið í þeim skilningi að þeir væru ekki að styrkja átta tonna toghlera á hverjum degi. En á vélaverkstæðinu er valin maður í hverju rúmi líkt og annars staðar hjá Loðnuvinnslunni og því voru þeir Arnar Ingi Ármannsson, Lúðvík Héðinn  Gunnarsson og Krizysztof Kaluziak fengir til verksins því þeir eru afar fimir með suðutækin. „Ég setti mjög öfluga suðumenn í verkið og þeir voru aðeins rúmlega einn vinnudag að föndra þetta“ sagði Ingimar og var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Það er dýrmætt fyrir Loðnuvinnslunna að innan fyrirtækisins sé sá mannauður sem raunin er og hægt sé að leysa flest verk hér heima hvort heldur það snýr að vélum eða tækjum eða meðhöndlun á afla.

BÓA

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is