06.03.2024 21:37

Arnar fyrstur með afla úr Barentshafi

                                                         2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 2024

Arn­ar HU-1 lagði við bryggju á Sauðár­króki rúm­lega sex í gær­kvöldi eft­ir um mánuð á veiðum í Bar­ents­hafi. Afl­inn var um ell­efu þúsund kass­ar eða um 400 tonn upp úr sjó, sem er í sam­ræmi við heim­ild­ir ís­lenskra skipa í norskri lög­sögu.

Með lönd­un­inni í gær er Arn­ar fyrsta skipið sem land­ar afla úr Bar­ents­hafi á þess­ari vertíð sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Arnar HU heldur í mánaðar túr

Frétt af mbl.is

Arn­ar HU held­ur í mánaðar túr

Íslensku tog­ar­arn­ir Sól­berg ÓF-1, Sól­borg RE-27 og Blæng­ur NK-125 eru nú stadd­ir á imðunum í Bar­ents­hafi þar sem er um fjög­urra stiga hiti, norðvest­læg átt og lít­il öldu­hæð.

Enn á eft­ir að landa rúm­lega þrjú þúsund tonn­um af þorski úr Bar­ents­hafi sem heim­ild­ir eru fyr­ir. Er nú um 1.287 tonna kvóti skráður á Sól­bergið, 829 tonn á Blæng, 854 tonn á Sól­borg­ina og 90 tonna þorskkvóti í norskri lög­sögu skráður á Örfirs­ey RE-4.

Íslensk­ar út­gerðir hafa hjálp­ast að við að veiða í Bar­ents­hafi þar sem þorskkvót­inn hef­ur verið skert­ur mjög mikið und­an­far­in ár og næst betri nýt­ing með því að veiða með færri skip­um. Hafa til að mynda skip Þor­bjarn­ar, Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK-255, Sturla GK-12 og Tóm­as Þor­valds­son GK-10, ekki veitt í Bar­ents­hafi und­an­farið þrátt fyr­ir að fyr­ir­tækið á heim­ild­ir fyr­ir 197 tonn­um af þorski.

Þá mun Björg EA-7, sem Sam­herji ger­ir út, ekki veiða sinn 285 tonna kvóta og verða afla­heim­ild­irn­ar verið nýtt­ar af örðum skip­um.

heimild mbl.is 

myndir þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1080
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019546
Samtals gestir: 49950
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04
www.mbl.is