TF EIR Lendir við Sjúkrahúsið á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR sótti tvo slasaða vélsleðamenn í einu og sömu ferðinni síðdegis í dag.
Vélsleðamennirnir tveir voru þó ekki á sama stað þegar slysin áttu sér stað.
Fyrst var þyrlan kölluð út vegna manns sem hafði slasast á vélsleða á Þönglabakka í Þorgeirsfirði sem er á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, voru björgunarsveitir upphaflega kallaðar út en sökum þess hve erfitt
var að komast að manninum óskaði lögregla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Þegar þyrlan var á norðurleið barst önnur tilkynning vegna slasaðs vélsleðamanns á Hjalteyri.
Hann var sóttur þegar búið var að ná í manninn í Þorgeirsfirði. Báðir menn voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
|
TF Eir á lendingarpallinum við sjúkrahúsið á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024 |
|