09.03.2024 00:24

Gæslan sótti tvo slasaða vélsleðamenn

                              TF EIR Lendir við Sjúkrahúsið á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-EIR sótti tvo slasaða vélsleðamenn í einu og sömu ferðinni síðdeg­is í dag.

Vélsleðamenn­irn­ir tveir voru þó ekki á sama stað þegar slys­in áttu sér stað.

Fyrst var þyrl­an kölluð út vegna manns sem hafði slasast á vélsleða á Þöngla­bakka í  Þor­geirs­firði sem er á milli Eyja­fjarðar og Skjálf­anda­flóa.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, voru björg­un­ar­sveit­ir upp­haf­lega kallaðar út en sök­um þess hve erfitt

var að kom­ast að mann­in­um óskaði lög­regla eft­ir aðstoð þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Þegar þyrl­an var á norður­leið barst önn­ur til­kynn­ing vegna slasaðs vélsleðamanns á Hjalteyri.

Hann var sótt­ur þegar búið var að ná í mann­inn í Þor­geirs­firði. Báðir menn voru flutt­ir á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. 

                         TF Eir á lendingarpallinum við sjúkrahúsið á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is