|
Sandfell SU og Hafrafell su koma til hafnar á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson
|
Óhætt er að segja að vetrarvertíðin hafi farið vel af stað en íslensku fiskiskipin lönduðu tæplega 42 þúsund tonnum af þorski í janúar og febrúar.
Stórþorskur virðist vera á öllum miðum og skiptir engu hvort um er að ræða austan- eða vestanlands.
Var greint frá því í byrjun febrúar að áhöfnin á línubátnum Vigur SF, sem gerður er út frá Hörnafirði, hafi líklega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka.
Vigur SF landaði um 307 tonnum af þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársinsSá krókaaflamarksbátur sem landaði mestum þorskafla á fyrstu tveimur mánuðum ársins
var Hafrafell SU sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út og var báturinn með 474 tonn af þorksi samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Á eftir fylgir annar bátur sömu útgerðar, Sandfell SU með 473 tonn.
Á eftir fylgir Stakkhamar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Einar Guðnason ÍS með 393 tonn.