09.03.2024 06:51

Hafrafell SU mokfiskar

                     Sandfell SU og Hafrafell su koma til hafnar á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 

 

Óhætt er að segja að vetr­ar­vertíðin hafi farið vel af stað en ís­lensku fiski­skip­in lönduðu tæp­lega 42 þúsund tonn­um af þorski í janú­ar og fe­brú­ar.

Stórþorsk­ur virðist vera á öll­um miðum og skipt­ir engu hvort um er að ræða aust­an- eða vest­an­lands.

Var greint frá því í byrj­un fe­brú­ar að áhöfn­in á línu­bátn­um Vig­ur SF, sem gerður er út frá Hörnafirði, hafi lík­lega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka.

Vig­ur SF landaði um 307 tonn­um af þorski á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­insSá króka­afla­marks­bát­ur sem landaði mest­um þorskafla á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins

var Hafra­fell SU sem Loðnu­vinnsl­an á Fá­skrúðsfirði ger­ir út og var bát­ur­inn með 474 tonn af þorksi sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Á eft­ir fylg­ir ann­ar bát­ur sömu út­gerðar, Sand­fell SU með 473 tonn.

Á eft­ir fylg­ir Stakk­ham­ar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Ein­ar Guðna­son ÍS með 393 tonn.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997347
Samtals gestir: 48683
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:07
www.mbl.is