09.03.2024 00:35

Skipstjóri neitaði áhöfn um áfallahjálp

                         Wilson Skaw og Wilson Odra við bryggju i Krossanesi mynd þorgeir Baldursson 2023 

Skip­stjóri norska flutn­inga­skips­ins Wil­sons Skaw neitaði áhöfn skips­ins um áfalla­hjálp eft­ir að skipið strandaði í Húna­flóa í apríl í fyrra.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa um strandið.

Wil­son Skaw strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa 18. apríl á síðasta ári. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur.

Í sam­ræmi við valda­skipt­ingu

Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa kem­ur fram að áhöfn­in hafi óskað eft­ir áfalla­hjálp eft­ir að náðist að losa skipið.

Skip­stjóri skips­ins hafi neitað bón áhafn­ar­inn­ar.

Þetta hafi verið í sam­ræmi við valda­skipt­ingu inn­an áhafn­ar­inn­ar. Í viðtöl­um við skip­verj­ana hafi komið fram að áhöfn­in myndi ekki leggja í efa ákv­arðanir skip­stjór­ans. 

Skip­stjór­inn treysti ekki heima­mönn­um

Skip­stjór­inn hafði 28 ára starfs­reynslu en stýri­maður hafði verið stýri­maður í tvö ár.

Tveim­ur dög­um áður en skipið sigldi í strand lagði stýri­maður­inn til sigl­ing­ar­leið sem lá norðar en sú sem skipið fór á end­an­um.

Skip­stjór­inn tók ákvörðun um að sigla þá leið sem varð fyr­ir val­inu þrátt fyr­ir upp­ástungu stýri­manns. Þess­ari ákvörðun skip­stjóra var ekki mót­mælt af áhöfn­inni. 

Tekið er fram í skýrsl­unni að skip­stjór­inn hafi ekki treyst upp­lýs­ing­um heima­manna um sigl­inga­leiðina, held­ur að vildi hann styðjast við ra­f­ræn kort sem hann hafði í hönd­un­um.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is