09.03.2024 00:35Skipstjóri neitaði áhöfn um áfallahjálp
Skipstjóri norska flutningaskipsins Wilsons Skaw neitaði áhöfn skipsins um áfallahjálp eftir að skipið strandaði í Húnaflóa í apríl í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Wilson Skaw strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa 18. apríl á síðasta ári. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Í samræmi við valdaskiptinguÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að áhöfnin hafi óskað eftir áfallahjálp eftir að náðist að losa skipið. Skipstjóri skipsins hafi neitað bón áhafnarinnar. Þetta hafi verið í samræmi við valdaskiptingu innan áhafnarinnar. Í viðtölum við skipverjana hafi komið fram að áhöfnin myndi ekki leggja í efa ákvarðanir skipstjórans. Skipstjórinn treysti ekki heimamönnumSkipstjórinn hafði 28 ára starfsreynslu en stýrimaður hafði verið stýrimaður í tvö ár. Tveimur dögum áður en skipið sigldi í strand lagði stýrimaðurinn til siglingarleið sem lá norðar en sú sem skipið fór á endanum. Skipstjórinn tók ákvörðun um að sigla þá leið sem varð fyrir valinu þrátt fyrir uppástungu stýrimanns. Þessari ákvörðun skipstjóra var ekki mótmælt af áhöfninni. Tekið er fram í skýrslunni að skipstjórinn hafi ekki treyst upplýsingum heimamanna um siglingaleiðina, heldur að vildi hann styðjast við rafræn kort sem hann hafði í höndunum. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is