12.03.2024 21:32Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum AkureyriÓvenju mörg erlend skip hjá Slippnum AkureyriSlippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á millidekki á Kanadíska frystitogaranum Saputi. Er þetta eitt af þremur skipum sem félagið þjónustar um þessar mundir. mbl.is/Þorgeir Af vef 200 milna Það hefur verið mikið um að vera hjá Slippnum Akureyri undanfarið og verður áfram næstu daga og vikur. Eru nú þrjú erlend skip í viðhaldsverkefnum hjá fyrirtækinu, frystitogari og línuskip frá Kanada ásamt grænlenskur frystitogari. Á næstu dögum bætist fjórða skipið við. Verkefnastaðan er afar jákvæð segir Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, á vef félagsins. Bendir hann þó á að það sé heldur óvenjulegt á þessum árstíma að hafa þennan verkefnafjölda. „Kanadíska línuskipið Kiwiuq I hefur verið hjá okkur í nokkurs konar vetrargeymslu en með vorinu munum við ljúka nokkrum viðhaldsverkefnum um borð. Síðan erum við komnir á fullt í verkefnum í Saputi sem er frystitogari af stærri gerðinni frá Kanada. Þar eru stórverkefni; stálviðgerðir, viðgerðir á spilum, málun á millidekki, viðgerð á togblökkum, viðgerð á stýri og heilmálun, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er mjög skemmtilegt og viðamikið verkefni fyrir okkur,“ segir Bjarni. Auk Kiwiuq I og Saputi hefur verið sinnt fjölbreyttu viðhaldi á grænlenska frystitogaranum Angunnguaq II, bæði innan skips og á ytra byrði. Línuskipið Kiwiuq I hefur verið í einskonar vetrargeymslu hjá Slippnum Akureyri. mbl.is/Þ?orgeir
„Það er mikil samkeppni á þessu þjónustusviði í Norður-Evrópu en fyrir útgerðir í t.d. Kanada og á Grænlandi, líkt og er í þessum tilfellum, þá munar talsvert um að þurfa ekki að sigla lengra en til Íslands til að sækja þjónustuna. Þetta er góður markaður fyrir okkur til að sækja á yfir vetrarmánuðina þegar íslenskar útgerðir vilja síður vera með sín skip í slippþjónustu. Þess vegna falla erlendu verkefnin sér í lagi vel að okkar starfsemi á þessum árstíma og eru okkur mikils virði,“ segir Bjarni. Eiga von á norskri tvíbytnuAð meðaltali tekur um fjórar til sex vikur að sinna viðhaldi þessa erlendu skipa, en með vorinu fjölgar þjónustuverkefnum fyrir íslenskar útgerðir. Áður en að því kemur mun þó koma fjórða erlenda skipið og er það norskt skip sem þjónustar fiskeldi á Vestfjörðum. „Þetta er tvíbytna sem við höfum áður fengið til okkar í minni viðgerðir og sú reynsla sem eigendur skipsins höfðu af okkar þjónustu þá gerði að verkum að þeir völdu að leita beint til okkar í stóru viðhaldi frekar en að sigla skipinu til Noregs. Sem er auðvitað mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Bjarni en ætlunin er að skipta um tvær aðalvélar skipsins, gera við sex skrúfur og fleira. „Þetta er sömuleiðis stórt verkefni fyrir okkur og ánægjulegt fyrir okkur að þjónusta vaxandi fiskeldi á Íslandi með þessum hætti,“ segir Bjarni. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is