14.03.2024 22:41

Tafir á afhendingu Sigurbjargar ÁR

Tafirnar draga úr hagkvæmni við bolfiskveiðar Ísfélagsins

                                                   Sigurbjörg ÁR var sjósett í Tyrklandi í ágúst í fyrra.

af vef www.fiskifrettir.is

Umtalsverðar tafir hafa orðið á afhendingu nýs ísfisktogara Ísfélagsins sem smíðaður er hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Upphaflega stóð til að skipið yrði afhent í desember á síðasta ári en nú virðist sem það verði í fyrsta lagi um miðjan maí.

Ragnar Aðalsteinsson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, er staddur í Tyrklandi og hefur þar ásamt öðrum eftirlit með smíðinni. Það er svo sem lítið nýnæmi því þar hafa Ísfélagsmenn verið með annan fótinn frá því í janúar 2022. Hann sagði það vissulega vonbrigði hve tafist hafi að klára skipið en það sé þó ekki óalgengt í smíði nýrra skipa.

„Skipulagið virðist ekki vera betra. Það hafa vissulega orðið tafir á afhendingu á búnaði en það hefði ekki átt að leiða til þessara tafa. Það má nánast undantekningarlaust búast við svona seinkunum en þó kannski ekki svona mikilli seinkun,“ segir Ragnar.

Ekki ljóst hvaða skipi verður lagt

Hann segir að þetta komi sér auðvitað illa. Menn bjuggust við afhendingu á réttum tíma og að skipið gæti verið farið að fiska. Engin önnur tímasetning á afhendingu skipsins hefur verið gefin upp en hann telur þó líklegt að það gæti orðið innan næstu tveggja mánaða. Sigurbjörg ÁR verður gerð út á bolfiskveiðar og humarveiðar þegar þær verða heimilaðar á ný.

 

Þórður Þórðarson vélstjóri, Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins, Volkan Urun, forstjóri Celiktrans, og Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri við sjósetningu á Sigurbjörgu ÁR í fyrra.

Þórður Þórðarson vélstjóri, Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins, Volkan Urun, forstjóri Celiktrans, og Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri við sjósetningu á Sigurbjörgu ÁR í fyrra.

 

Þrjú skip annast bolfiskveiðar Ísfélagsins núna, þ.e. Ottó N. Þorláksson, Dala-Rafn og Jón á Hofi. Einu af þessum skipum verður lagt þegar Sigurbjörgin verður loks afhent. Ragnar segir að það liggi ekki endanlega fyrir hvaða skip víkur. Tafirnar á afhendingu nýja skipsins koma því engan veginn niður á getu Ísfélagsins til að ná sínum bolfiskkvóta á fiskveiðiárinu. En til stóð að standa að veiðunum með hagkvæmari hætti með nýju skipi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is