23.03.2024 09:06

54 hol í seinni hluta rallsins

                                  1661 Gullver Ns 12 við bryggju á Seyðisfirði mynd Ómar Bogasson 

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun að aflokinni þátttöku í togararalli.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið.

„Ég var einungis með skipið seinni hluta rallsins en Steinþór Hálfdanarson var með það í fyrri hlutanum.

Í þessum seinni hluta tókum við 54 hol af 151 sem Gullver tók í heildina á norðaustursvæðinu. Þessi seinni hluti tók rúma fimm daga.

Við byrjuðum á að fara út á Þórsbanka og í Rósagarðinn og síðan var farið upp á Breiðdalsgrunn, á Gula teppið og loks á Tangaflak, Gerpisflak og Glettinganesgrunn.

Þetta gekk bara vel og veðrið slapp til. Við gátum verið að allan tímann. Afli var hins vegar ekki mikill eins og yfirleitt er í ralli á þessu svæði.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með skip í ralli og samstarfið við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar var eins og best verður á kosið.

Nú verða rallveiðarfærin frá Hafrannsóknastofnun tekin í land og við tökum okkar eigin um borð.

Það er skítaspá framundan og ég á varla von á því að haldið verði til veiða fyrr en seinni part föstudags,” segir Hjálmar Ólafur.

Heimild Svn.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is