28.03.2024 08:49

Grindvikingar halda sjómannadaginn i Reykjavik

Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í .

Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

 

 

Sjó­mannadags­hátíðin Sjó­ar­inn síkáti, sem hald­in hef­ur verið í Grinda­vík í rúm­an ald­ar­fjórðung, verður hald­in við Reykja­vík­ur­höfn í ár í ljósi aðstæðna í Grinda­vík­ur­bæ. Sam­komu­lag þess efn­is var hand­salað um borð í Fjölni GK 157, sem ligg­ur við höfn­ina á Granda, í gær.

Mik­il spenna er fyr­ir hátíðinni sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi frá því snemma árs, eða allt frá því að Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs, hafði sam­band við Eggert Sól­berg Jóns­son, sviðsstjóra frí­stunda- og menn­ing­ar­sviðs Grinda­vík­ur, og bauð Grind­vík­ing­um að taka þátt í hátíðinni. Eggert seg­ir Grinda­vík­ur­bæ ekki hafa þurft lang­an um­hugs­un­ar­frest enda rík hefð fyr­ir hátíðahöld­um af til­efni sjó­mannadags­ins í Grinda­vík.

Þar með voru Grind­vík­ing­ar gerðir að heiðurs­gest­um sjó­mannadags­ins í Reykja­vík þetta árið og seg­ir Arí­el að öllu verði tjaldað til til að taka vel á móti heiðurs­gest­un­um sem fá nú heima­skjól fyr­ir Sjó­ar­ann síkáta við höfn­ina á Granda.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is