10.04.2024 05:55

Við lentum í bölvuðu brasi

Veður var ekkert spennandi undir lok síðasta túr Gullvers NS .

Veður var ekkert spennandi undir lok síðasta túr Gullvers NS sem landaði 72 tonnum í Hafnarfirði í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

 

 

Gull­ver NS landaði 72 tonn­um í Hafnar­f­irði í gær­morg­un eft­ir mis­góða veiðiferð og var afl­inn mest karfi og þorsk­ur. Skipið hélt á miðin á ný að lok­inni lönd­un í gær.

„Við byrjuðum á að taka karfa út af Mel­sekk en þangað var eins og hálfs sól­ar­hrings sigl­ing frá Seyðis­firði. Það gekk vel að ná karf­an­um þarna. Við færðum okk­ur síðan á Eld­eyj­ar­bank­ann en borist höfðu góðar veiðifrétt­ir þaðan. Þegar þangað var komið hafði veiðin hins veg­ar dottið niður,“ seg­ir Þór­hall­ur Jóns­son skip­stjóri um túr­inn í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Þá færðum við okk­ur norður und­ir Látra­grunn en þaðan höfðu einnig borist góðar frétt­ir. Þetta var sama sag­an því veiðin var dott­in niður þar líka þegar við kom­um. Að þessu loknu héld­um við á ný á Eld­eyj­ar­bank­ann og vor­um þar það sem eft­ir var túrs­ins. Und­ir lok­in var veðrið ákaf­lega leiðin­legt. Það voru yfir 25 metr­ar síðasta einn og hálf­an sól­ar­hring­inn og við lent­um í bölvuðu brasi, fest­um illa og slit­um grand­ara. Það geng­ur ekki alltaf allt að ósk­um í þess­um bransa en það geng­ur bara bet­ur næst,” seg­ir Þór­hall­ur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is