19.04.2024 23:26

70 tonn af graðýsu og stórþorski

                                                      1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 2023

Mokveiði var hjá ís­fisk­tog­ar­an­um Gull­ver NS á Síðugrunni þar sem feng­ust 70 tonn á tutt­ugu klukku­stund­um. Tog­ar­inn kom til lönd­un­ar á Seyðis­firði í gær­morg­un og var afl­inn 107 tonn.

„Við vor­um bún­ir að landa tvisvar sinn­um í Hafnar­f­irði fyr­ir þenn­an túr. Að lok­inni seinni lönd­un­inni héld­um við út á Eld­eyj­ar­banka en þar reynd­ist vera hálf­dauft. Eft­ir tvo sól­ar­hringa yf­ir­gáf­um við Eld­eyj­ar­bank­ann og sigld­um aust­ur­eft­ir,“ seg­ir Þór­hall­ur Jóns­son skip­stjóri um veiðiferðina í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Þegar komið var á Síðugrunn reynd­um við fyr­ir okk­ur og þar var mokveiði. Á Síðugrunni feng­ust 70 tonn á 20 tím­um og þarna var um að ræða graðýsu og stórþorsk. Að lokn­um þess­um 20 tím­um var komið hrygn­ing­ar­stopp á svæðinu og þá var keyrt aust­ur á Fót­inn. Á Fæt­in­um tók­um við 15 tonn og þar með var skipið nán­ast fullt og haldið til lönd­un­ar,“ seg­ir hann.

Gull­ver mun halda til veiða á ný á laug­ar­dags­kvöld.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is