26.04.2024 10:50

Nýtt uppsjávarskip í flota Ísfélagsins

 

Áætlað er að skipið verði afhent Ísfélaginu í maí á næsta ári. Myndin er frá því skipið var afhent skosku útgerðinni árið 2017.

 

Isfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði afhent í maí á næsta ári.

Pathway var smíðaður af Karstensen skipasmíðastöðinni í Danmörku og var afhentur Lunar Fishing í Peterhead árið 2017. Pathway er systurskip Kings Cross sem útgerðin tók í rekstur í október 2016.

Pathway verður fimmta uppsjávarskipið í flota Ísfélags hf. en þar eru fyrir Álsey VE, Heimaey VE, Sigurður VE og Suðurey VE.

heimild Fiskifrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is