ólafur Marteinsson hjá Isfélaginu og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfag handsöluðu samningin i Barcelona mynd Vélfag
Fiskvinnsluvélin UNO virðist hafa reynst vel um borð Sólbergi ÓF og hefur Ísfélag hf. gengið frá samningi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tækinu og verður togarinn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð.
Prófanir með UNO um borð í Sólberginu stóðu yfir fyrr á árinu og voru samningar undirritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjávarútvegssýningarinnar í Barselóna á Spáni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Vélfags.
UNO er alhliða vinnsluvél sem getur leyst fjórar til fimm eldri vélar af hólmi. Vélin tekur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án utanaðkomandi aðstoðar. Þannig skilar tækið frá sér flökum sem eru tilbúin til snyrtingar.
Sólberg ÓF 1 við bryggju i Krossanesi i Eyjafirði mbl.is þorgeir Baldursson