26.04.2024 10:54

Sólberg fyrsti íslenski togarinn með UNO

Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guðmundsson hjá .

                    ólafur Marteinsson hjá Isfélaginu og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfag handsöluðu samningin i  Barcelona mynd Vélfag 

Fisk­vinnslu­vél­in UNO virðist hafa reynst vel um borð Sól­bergi ÓF og hef­ur Ísfé­lag hf. gengið frá samn­ingi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tæk­inu og verður tog­ar­inn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð.

Próf­an­ir með UNO um borð í Sól­berg­inu stóðu yfir fyrr á ár­inu og voru samn­ing­ar und­ir­ritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar í Bar­sel­óna á Spáni í gær, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Vélfags.

UNO er al­hliða vinnslu­vél sem get­ur leyst fjór­ar til fimm eldri vél­ar af hólmi. Vél­in tek­ur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án ut­anaðkom­andi aðstoðar. Þannig skil­ar tækið frá sér flök­um sem eru til­bú­in til snyrt­ing­ar.

                                   Sólberg ÓF 1 við bryggju i Krossanesi i Eyjafirði mbl.is þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is