21.05.2024 12:38

Polar Aamaroq

                          Polar Aamaroq á Veiðum   mynd þorgeir Baldursson 

 

Grænlenska skipið Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar síðastliðið föstudagskvöld með fullfermi eða 2.200 tonn af kolmunna úr færeyskri lögsögu. Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

„Við fengum aflann í sjö holum en veiðin hefur mikið minnkað frá því þrgar hún var mest. Holin voru miklu lengri nú en fyrr á vertíðinni eða frá sex og upp í átján tíma. Fiskurinn er að ganga í norður og er að dreifa sér,“ er haft eftir Sigurði Grétari Guðmundssyni skipstjóra sem kvað blíðuveður hafa verið allan túrinn sem sé sá síðasti að sinni

„En við ætlum að geyma restina af kvótanum og taka eina tvo túra í haust. Næst á dagskrá er að hefja undirbúning makrílvertíðar,“ er haft eftir Sigurði sem segir kolmunnaveiðina að undanförnu hafa verið einstaklega góða.

„Ég hef aldrei kynnst slíkri veiði áður. Við höfum landað aflanum í Skagen í Danmörku og hjá okkur hefur mun meiri tími farið í löndunarbið þar en í veiðar. Við höfum oftast þurft einungis tvo sólarhringa til að fylla bátinn,“ segir Sigurður.

Þá kemur fram að systurskip Polar Amaroq, Polar Ammassak, sé nú í slipp í Frederikshavn í Danmörku. Bæði skipin sé í eigu fyrirtækisins Polar Pelagic sem er að hluta í eigu Síldarvinnslunnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is