1315 Sæljós GK 2 EX. Eyrún EA mynd þorgeir Baldursson
Báturinn hefur verið i fjörunni við Rif i nokkur ár eftir að hann sökk i höfninni þar
Heimild www.aba.is
Eyrún EA-157. ( 1315 ) Smíiðanúmer B-44.
Smíðaður fyrir Árna Kristinsson, Mikael Sigurðsson og Tryggva Ingimarsson, Hrísey.
Báturinn var fimm ár í eigu þeissara aðila og var sem nýr þegar hann fór frá þeim.
Rétt er að fram komi, svo að ekki valdi óþarfa heilabrotum lesanda, að einkennisstafir bátsins eru þeir sömu og voru á Auðunn EA-157
en þar sem sá bátur var seldur út héraði 1972 voru einkennisstafirnir á lausu fyrir Eyrúnu þá hún var smíðuð.
Eyrún hefur tekið breytingum í áranna rás og meðal annars smíðaður á hana hvalbakur sem ekki var til staðar þegar hún yfirgaf skipasmíðastöðina.
Einnig hefur framhluti stýrishúss verið endurnýjaður og hann færður fram um góðan hálfan meter.
Sem sjá má af mynd hér á síðunnu þá hafa þessar breytingar verið framkvæmdar eftir árið 1985.
Báturinn bar nafnið Eyrún allt fram til ársins 2001 þó að einkennisstafir væru ekki þeir sömu.
Frá árinu 1977 hét báturinn Eyrún SH-57 í Ólafsvík.
Frá árinu 1982 hét hann Eyrún GK-157, Sandgerði.
Frá árinu 1983 hét hann Eyrún ÁR-66, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2000 hét hann Eyrún ÁR-26, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2001 hét hann Eydís ÁR-26, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2008 hét hann Maggi Ölvers GK-33, Garði.
Frá árinu 2010 hefur báturinn heitið Sæljós GK-2, Sandgerði og heitir svo enn árið 2021.
Neðanmáls:
Þegar báturinn var á landleið úr netaróðri 16. mars 2017 kom mikill leki að honum.
Hann var þá staddur á Breiðafirði tvær sjómílur norðvestur af Rifi.
Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og fór björgunarskipið Björg frá Rifi til aðstoðar.
Björg tók bátinn í slef og kom dælum um borð sem héldu því á floti þar til komið var til hafnar á Rifi þar sem lokið var að dæla úr því.
Þar sem enginn ábirgur aðili treysti sér til að halda bátnum á floti við bryggju
þá var hann dreginn langt upp á land á Rifi og munu áhöld um hvort hann á afturkvæmt á sjóinn aftur.
Sem sjá má af myndunum hér til hliðar hefur báturinn mátt sæta skelfilegri meðferð seinustu árin.
Engin orð ná yfir slíkt hirðuleysi sem blasir við á myndunum.
|