07.08.2024 22:44

Eikarbátar i Hvalaskoðun i Eyjafirði

                             Hnúfubakur á leið i djúpköfun i morgun  mynd þorgeir Baldursson 

                         Sporður á Hnúfubak sem að er á leið i djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

 

 

                                1487 Máni EA i hvalaskoðun i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Ásbjörg ST-9.         1487.       Smíðanúmer 15.
 
Heimild www.aba.is

Stærð 50,29 brl. Smíðaár 1977. Eik og fura. Afturbyggður þilfarsbátur með hvalbak.
Stokkbyrðingur. Vél 365 ha. Caterpillar.
Báturinn var smíðaður fyrir Benedikt S. Pétursson, Daða Guðjónsson og Guðlaug Traustason á Hólmavík og áttu þeir bátinn í sautján ár en aðrir aðilar á Hólmavík í fjögur ár.
Frá árinu 1998 hét báturinn Ásbjörg RE-79, Reykjavík.
Frá árinu 1999 hét hann Alli Júl ÞH-5, Húsavík.
Frá árinu 2001 hét hann Valdimar SH-106, Grundarfirði.
Frá árinu 2004 hét hann Númi KÓ-24, Kópavogi.
Frá árinu 2009 hét hann Númi HF-62, Hafnarfirði.
Frá árinu 2011 hét hann Númi RE-44, Reykjavík.
Frá árinu 2013 hét hann Máni EA. Dalvík.
Frá árinu 2017 hét hann Máni EA-307, Dalvík.
Frá árinu 2021 hefur báturinn heitið Máni EA. Dalvík og heitir svo enn árið 2023.
Skráður eigandi frá 2021 er Arctic Sea Tours ehf.

                         1357 Niels Jónsson EA i hvalaskoðun i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                                             500 whales Ea. mynd Þorgeir  Baldursson 

                       1414 Áskell Egilsson og 1475 Sæborg ÞH mynd þorgeir Baldursson 

Vöttur SU-3.   ( 1414 )   Smíðanúmer 5.
Heimild www.aba.is

Stærð: 17,47 m. 29 brl. Smíðaár. 1975. Eik. Stokkbyrðingur.  
Aðalvél. 240 ha. Volvo Penta TAMD 122A.
Smíðatími var 13.227 klst. en þar af fóru 4.854 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 37% heildartímans.
Báturinn var smíðaður fyrir Fiskiðjuna Bjarg hf. Bakkafirði en því fyrirtæki stýrði Hilmar Einarsson. Báturinn var öðrum þræði keyptur í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld um varanlega hafnargerð á Bakkafirði.
Heimildarmaður að forsögu þessara kaupa er sonur kaupandans, Steinar Hilmarsson.
Þessi áform gengu þó ekki eftir og því seldi Fiskiðjan Bjarg hf. hluta í bátnum til Útgerðarfélagsins Þórs sf. Eskifirði. Þeir aðilar sem stóðu að Þór sf. höfðu árum saman verið í viðskiptum við Fiskiðjuna Bjarg hf. og lagt þar upp afla af 10 tonna báti sem þeir gerðu út.
Vöttur var því skráður á Eskifirði lengst af og að mestum hluta gerður þaðan út þau ár sem hann var í eigu þessara aðila.
Árið 1978 fór báturinn til Dalvíkur og hét þar Vinur EA-80, því næst til Reykjavíkur árið 1983 þar sem hann hét Aðalbjörg ll RE-236 og þá til Þorlákshafnar 1987 þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur ÁR-321.
Báturinn var keyptur til Húsavíkur af Ólafi Ármanni Sigurðssyni árið 1997 og fékk þar nafnið Haförn ÞH-26, Húsavík.
Frá árinu 2002 hefur báturinn verið skráður á Ugga fiskverkun ehf., Húsavík en að félaginu standa Ólafur Ármann Sigurðsson og fjölskylda.
Í október 2010 fékk báturinn nafnið Ási ÞH-3 og er á miðju ári 2015 enn í eigu Ugga fiskverkun ehf., Húsavík.
Eftir að bátnum var hleypt af stokkunum hjá Bátasmiðjunni Vör hf. er búið að byggja á hann hvalbaka og leit hann, á miðju ári 2011, út sem nýlegur væri.
Árið 2015 hét báturinn enn Ási ÞH-3 og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 12. júní 2015 með eftirfarandi athugasemdum Siglingarstofnunar. "Tekinn úr rekstri."
Á haustdögum 2015 var bátinn að finna í Húsavíkurhöfn en 17. október 2015 var hann dreginn til Akureyrar til nýrra eigenda.
Frá þessum tíma eru eigendur hans Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson og Sævar Áskelsson allir frá Akureyri
Segja má að eplið falli sjaldan langt frá eikinni því að þeir Áskelssynir eru synir Áskels Egilssonar eins af eigendum Bátasmiðjunnar Varar hf. sem bátinn smíðaði.
Hugmynd eigenda er að koma bátnum í upprunalegt horf og nota hann til eigin þarfa.
Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjarlægja hvalbakinn af bátnum.
Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað.
Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með  Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var.
Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið.
Afgasrör vélar var endurnýjað og til verksins notað ryðfrítt rör.
Lunningsplanki úr eik var endurnýjaður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn.
Tveggja pila rekkverk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu.
Rafbúnaður bátsins var að miklum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og siglingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært.
Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið "Áskell Egilsson" til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu.
Meiri hluti þessarar vinnu var framkvæmdur á hliðargörðum slippsins á Akureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016.
Endanlegum verklokum var náð í júní 2017.
Um miðjan þann mánuð fór báturinn í sína fyrstu hvalaskoðunarferð en hugmynd eiganda er að nota hann til þeirra hluta.
Þessi hugmynd eiganda hefur gengið eftir og er báturinn enn notaður til hvalaskoðunar árið 2023. 
Skráður eignaraðili bátsins frá árinu 2017 er Halldór Áskelssoon ehf. Akureyri.
Samantekt á heiti bátsins í áranna rás.
Frá árinu 1975 hét báturinn Vöttur SU-3, Eskifirði.
Frá árinu 1978 hét hann Vinur EA-80, Dalvík.
Frá árinu 1983 hét hann Aðalbörg ll RE-236, Reykjavík.
Frá árinu 1987 hét hann Gulltoppur ÁR-321, Þorlákshöfn.
Frá árinu 1997 hét hann Haförn ÞH-26, Húsavík.
Frá árinu 2010 hét hann Ási ÞH-3, Húsavík.
Frá árinu 2016 hefur báturinn heitið Áskell Egilsson, Akureyri og heitir svo enn árið 2021.
Athugasemd:
Þegar báturinn fór til Dalvíkur árið 1978 fékk hann nafnið Vinur eins og fram hefur komið hér að ofan.
Einkennisstafir bátsins eru tölvuskráðir EA-30 hjá Siglingastofnun en EA-80 í ritinu "Íslensk skip."
Mynd af bátnum, þegar hann hét Vinur, sýnir greinilega að einkennisstafir hans eru málaðir skírum stöfum á bóg bátsins EA-80 og telst það því rétt vera.

                                   500  Whales   og 1357 Niels Jónsson EA mynd þorgeir Baldursson 

Arnarnes ÍS-133.   ( 1357 )   Smíðanúmer 3.
Heimild www.aba.is

 
Stærð: 17,47 m. 29,00 brl. Smíðaár. 1974. Eik. Stokkbyrðingur. Aðalvél 375 ha. Volvo Penta. Smíðatími var 12.669 klst. en þar af fóru 4.261 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 33% heildartímans.  
Báturinn var smíðaður fyrir Arnarnes hf. Ísafirði en seldur smíðaárið feðgunum Gunnari Níelssyni og sonum hans Níelsi og Halldóri, Hauganesi Árskógsströnd. Þrátt fyrir unga aldur bátsins þegar hann kom til þeirra feðga þá var hann orðinn ótrúlega illa sjúskaður.
Þar sem ofannefndir menn voru þekkir að snyrtimennsku þá fór mikill tími í að pússa bátinn allan upp frá kili að masturstoppum.
Báturinn fékk nafnið Níels Jónsson EA-106 strax og þeir feðgar eignuðust hann og er báturinn enn í eigu afkomenda Gunnars Níelssonar árið 2021.
Báturinn hefur þá sérstöðu að 80% af notkun hans hefur hin seinni ár verið bundin fiskveiðum en 20% ferðaþjónustu.
Að geta notað fiskibát til hvalaskoðunar og skemmtisiglinga með ferðafólk er mjög sérstakt og örugglega ekki á færi annarra en sérstakra snyrtimanna.
Mjög vel hefur verið hugsað um bátinn alla tíð frá því að hann kom á Hauganes og er lítinn mun á honum að sjá í dag og þann dag er hann hljóp af stokkunum fyrir rúmum 42 árum síðan.
Frá árinu 2013 hét báturinn Níels Jónsson EA-106, Dalvík.
Frá árinu 2014 hét hann Níels Jónsson EA-106, Hauganesi.
Frá árinu 2015 hét hann Níels Jónsson EA-106, Ólafsfirði.
Frá árinu 2017 hefur báturinn heitið Níels Jónsson EA-106, Hauganesi og heitir svo enn samkvæmt skráningu opinberra gagna árið 2023.
Skráður eigandi frá árinu 2017 er Whales Hauganes ehf. en að því félagi standa afkomendur þeirra sem upphafleg keyptu bátinn til staðarins.
Skipasmiðir
 

a. Bátasmiðjan Vör hf., Akureyri.

a. Bátasmiðjan Vör hf., Akureyri. 

Bátasmiðjan Vör hf. Akureyri.

1971 til 1995.

   Bátasmiðjan Vör hf. Akureyri var stofnuð 20. júní 1971. Stofnfundurinn var haldinn við eldhúsborðið hjá Skapta Áskelssyni, framkvæmdastjóra og bar upp á afmælisdag hans. Skapti var einn af stofnendum Slippstöðvarinnar hf. árið 1952 og framkvæmdastj

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1038
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1406
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 851536
Samtals gestir: 43820
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 17:52:56
www.mbl.is