Steypireyður lifti sporðinum fyrir Djúpköfun seinniparinn i gær mynd © þorgeir Baldursson
Tvær steypireyðar sáust í hvalaskoðunarferðum við Hauganes og Hrísey í gær og náðust af þeim myndir. Sæborg, bátur Norðursiglingar á Húsavík, var þarna á svæðinu. Mjög sjaldgæft mun ver að sjá þennan stóra hval yfta sporði eins og hann gerði og sést á aðalmyndinni með þessari frétt.
Á hvalavef Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna fróðleik um þessa stærstu dýradegund jarðarinnar. Steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið 190 tonn. „Hún er fremur grannvaxin og straumlínulaga, með hlutfallslega smá bægsli en höfuðstór. Ofan á höfðinu er upphækkun um blástursholur, trjónan er ávöl og hlutfallslega breiðari en á öðrum skíðishvölum. Liturinn er flikróttur, að grunni til blágrár nema neðanverð bægslin, þau eru hvít. Einstaklingar eru misdökkir og má greina þá í sundur á litamynstri,“ segir þar meðal annars um Steypireyðina.
Steypireyður er farhvalur og heldur sig nálægt ísröndinni á sumrin, bæði á norður- og suðurhveli jarðar, en færir sig í hlýrri sjó á veturna. Þessi hvalategund sést við Íslandsstrendur að sumarlagi, yfirleitt á tímabilinu frá maí til október og þá oftast vestur af landinu, en einnig út af Suðvestur- og Norðausturlandi.
Heimild Akureyri.net
myndir Þorgeir Baldursson ©
|
Tveir steypireyðir koma upp og blása rétt við Hauganes i gærmorgun mynd © þorgeir Baldursson
|
Steypireyðurinn blæs og 1475 Sæborg ÞH siglir að honum mynd þorgeir Baldursson
|
Farþegar á Hólmasól Skipi Eldingar voru agndofa þegar þeir sáu steypireyðinn mynd © þorgeir Baldursson
|
Steypireyðarnir á leið út Eyjafjörð og blésu i kveðjuskyni mynd © þorgeir Baldursson |
|
|
|
|
|
|