Hvalaskoðunnarbátarnir Dögun og Rökkur á útleið frá Dalvik mynd þorgeir Baldursson
|
Rökkur og Dögun mynd þorgeir Baldursson
|
1547 Draumur EA mynd þorgeir Baldursson
Stærð 24,30 brl. smíðaár 1979. Eik og fura. Stokkbyrðingur.
Þilfarsbátur. Vél 265 ha. Cummins.
Báturinn var smíðaður fyrir Daníel B. Pétursson. Ársæl Daníelsson, Pétur Daníelsson og Eðvald Daníelsson á Hvammstanga.
Frá árinu 1990 hét báturinn Þorsteinn SH-145, Hellisandi.
Frá árinu 1991 hét hann Stapavík AK-132, Akranesi.
Frá árinu 1998 hét hann Sveinn Sveinsson BA-325, Patreksfirði.
Frá árinu 2003 hét hann Hinni ÞH-70, Húsavík.
Frá árinu 2007 hét hann Draumur EA., Akureyri.
Frá árinu 2007 heitir hann Draumur EA., Dalvík og heitir svo enn árið 2023.
Heimild aba.is
|
1487 Máni EA mynd þorgeir Baldursson |
|
|
Stærð 50,29 brl. Smíðaár 1977. Eik og fura. Afturbyggður þilfarsbátur með hvalbak.
Stokkbyrðingur. Vél 365 ha. Caterpillar.
Báturinn var smíðaður fyrir Benedikt S. Pétursson, Daða Guðjónsson og Guðlaug Traustason á Hólmavík og áttu þeir bátinn í sautján ár en aðrir aðilar á Hólmavík í fjögur ár.
Frá árinu 1998 hét báturinn Ásbjörg RE-79, Reykjavík.
Frá árinu 1999 hét hann Alli Júl ÞH-5, Húsavík.
Frá árinu 2001 hét hann Valdimar SH-106, Grundarfirði.
Frá árinu 2004 hét hann Númi KÓ-24, Kópavogi.
Frá árinu 2009 hét hann Númi HF-62, Hafnarfirði.
Frá árinu 2011 hét hann Númi RE-44, Reykjavík.
Frá árinu 2013 hét hann Máni EA. Dalvík.
Frá árinu 2017 hét hann Máni EA-307, Dalvík.
Frá árinu 2021 hefur báturinn heitið Máni EA. Dalvík og heitir svo enn árið 2023.
Skráður eigandi frá 2021 er Arctic Sea Tours ehf.
Heimild www.aba.is
|