Veiði- og fræðsluferðir fyrir nemendur sjötta bekkjar í skólum Akureyrar og Eyjafjarðar hófust í dag
og voru nemendur 6 bekkjar Síðuskóla sem að fóru fyrstu ferðina vel aflaðist og mikil ánægja hjá krökkunum
að fara i svona ferðir það veiddust þorskur,ýsa og Steinbítur i þessari fyrstu ferð haustsins
Er þetta Átjánda árið sem ferðirnar eru farnar en um er að ræða samstarfsverkefni Hollvina Húna II, Akureyrarbæjar, Samherja og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri.
Siglt var út á Eyjafjörð á Húna II þar sem rennt var fyrir fisk og eftir fræðslu um veiðibúnað, bátinn og gildi fisks í mataræði fólks var aflinn flakaður, grillaður og snæddur.
Verkefnið nefnist „Frá öngli til maga“, og er markmiðið að auka áhuga og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og hollustu sjávarfangs.
Vel hefur gengið að manna ferðirnar sem unnar eru í sjálfboðavinnu.
|
108 Húni EA 740 mynd þorgeir Baldursson
|
tveir ungir kappar úr siðuskóla með væna fiska mynd þorgeir Baldursson
|
Hópurinn úr sjötta bekk siðuskóla á samt kennurum mynd þorgeir Baldursson
|
Grillað ofan i Krakkana og starfsfólk mynd þorgeir Baldursson
|
Karen frá auðlindadeild Fór yfir innyfli Þorsks mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
|