08.10.2024 20:02

Einkar stór og fallegur þorskur hjá Gullveri

                                       1661 Gullver NS 12 á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í fyrrinótt að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 115 tonn, nær eingöngu þorskur og ýsa. Landað var úr skipinu í gær og mun það halda til veiða á ný á morgun. Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði hvar veitt hefði verið. “Við vorum á Glettinganesflakinu nánast allan tímann. Það var fínasta veður þar allan túrinn en sunnar var hins vegar leiðindaveður. Til stóð að leita að karfa og ufsa úti fyrir suðausturlandinu en veðrið kom í veg fyrir það. Það gekk vel að veiða í túrnum. Þorskurinn sem fékkst var einkar stór og fallegur og ýsan var reyndar líka fín. Það hafa verið góð aflabrögð hjá Gullver að undanförnu en veitt hefur verið út af Austfjörðum og suðausturlandinu. Það er ávallt ánægjulegt að koma með góðan afla eða fullt skip að landi að veiðiferð lokinni,” segir Þórhallur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is