2731 Þórir SF 77 Verður Birtingur NK 119 mynd þorgeir Baldursson
Síldarvinnslan hefur fest kaup á ferskfisktogaranum Þóri af Skinney – Þinganesi á Hornafirði. Togarinn er einnig búinn til netaveiða.
Skipið er smíðað árið 2009 í Taiwan og er það 637 brúttótonn að stærð. Árið 2019 voru gerðar gagngerar endurbætur á skipinu en þá var það lengt um 10 metra, bakki yfirbyggður, stýri endurnýjað, brúin hækkuð, íbúðir endurnýjaðar að miklu leyti og öll önnur aðstaða áhafnar endurbætt. Í skipinu er fullkominn vinnslubúnaður frá Micro ehf þar sem aflinn er meðal annars tegundagreindur og stærðarmetinn með myndavélatækni. Stór hluti spilkerfis hefur verið endurnýjaður og nýr spilstjórnunarbúnaður var settur í skipið á þessu ári.
Skipið mun fá nafnið Birtingur og einkennisstafina NK 119.
|