24.10.2024 23:02

Birtingur NK leigður - sala undirbúin á Jóhönnu Gísladóttur GK

                             Birtingur NK verður leigður til Samherja í tvo mánuði.  Mynd svn .is Smári Geirsson 

Birtingur NK, sem Síldarvinnslan keypti nýverið af Skinney-Þinganesi, hefur verið leigður til Samherja hf. og er leigutíminn tveir mánuðir.

Með kaupunum á Birtingi var ekki ætlunin að fjölga skipum innan Síldarvinnslusamstæðunnar heldur var ráðgert að selja skip í hans stað.

Nú er hafinn undirbúningur að sölu togskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK.

100 tonn í fyrstu veiðiferð

Birtingur hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Neskaupstað sl. föstudag og kom til löndunar á mánudag. Afli skipsins var 100 tonn, nánast alfarið þorskur.

Egill Guðni Guðnason skipstjóri segir að vel hafi gengið að veiða.

„Það var hörkuveiði á Héraðsflóanum en þar fékkst mjög góður þorskur.

Skipið hefur verið ónotað um hríð og þá þarf alltaf að sinna ýmsum verkefnum til að fá vélar og tæki til að snúast eðlilega.

Það var því mikið að gera hjá vélstjórunum í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Við héldum til veiða á ný á þriðjudag og nú er verið að veiðum á Glettinganesflakinu,” segir Egill Guðni. 

         2677 Jóhanna Gisladóttir Gk 357 á veiðum á Austfjarðamiðum fyrir skömmu  mynd þorgeir Baldursson 2024 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 871
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 941371
Samtals gestir: 46809
Tölur uppfærðar: 26.10.2024 10:22:09
www.mbl.is